Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 41
FULL KIRKJA 231 því skyni að ná til fjöldans. Hann stofnar til evangeliskra námsflokka. Tíðkast þeir raunar víða annars staðar, t. d. í Svíþjóð. í þessurn náms- flokkum lesa menn og ræða margvísleg efni, trúarleg, heimspekileg, hag- r®n, stjórnmálaleg og þar fram eftir götunum. Einnig hefir Thielicke mikinn áhuga á unglingastarfsemi, og er mikill hvatamaður kristilegra unglingafélaga. Þótt þessi háskólakennari laitist við að varpa kristilegu ljósi á umhugs- unarefni og vandamál samtíðarinnar, tekur hann ekki „flokkslega afstöðu" til málanna í pólitískri merkingu. Hann heldur því fram, að heiðnin vaði uppi bæði vestan og austan járntjaldsins og dirfist að segja „ leiðtogunum" rækUega til syndanna, þegar svo ber undir.„Þeir menn fara villir vegar, sem halda að mestu skipti um olíulindir eða mikilvægar vígstöðvar. Eða hvað Eisenhower hefst að í dag, og Krutschev á morgun. Hinir hafa aftur a móti opin augun, sem skUja og játa, að það gildir mestu sem „Guð vill“. Og að í sögunni, sem þeir Eisenhower, Krutschev og Mao-Tse-tung skapa, gerist „önnur saga“. Það er hlutverk kirkjunnar að leiða menn til skilnings á þessu. Hjálpa þeim til að skilja lífið í ljósi Ritningarinnar, þekkja hlutverk sitt, lifa rétt °g leita hjálparinnar, þar sem hana er að finna. Þannig ber Thielicke raunar frarn hinn gamla boðskap, en með tungu- taki og við hæfi samtíðarinnar. Syngur hinn eilífa söng undir „dægur- lagi“, ef svo mætti að orði komast. Hvernig sem allt er, eitt er víst. Hann þarf ekki að kvarta um lélega kirkjusókn. (Heimild: Der Spiegel.) — G. Á. Ef um tilgang er að ræða í alheiminum, hlýtur líka að vera þar vUji. Það er tUgangur, fyrirætlun og hugsun Guðs, sem þar býr. Guð er sjálfur ekki Þundinn takmörkum heimsins, sem hann hefir skapað. Hann er yfir liann hafinn, uppspretta og undirstaða alls, sem þar er, en ekki það sjálft. Þú getur komizt svo að orði, að hugsanir og tilfinningar Shakespeares búi í verkum hans, þú kynnist þeim í ritverkum hans. En þú finnur ekki Shake- speare sjálfan, hinn lifandi, hugsandi og starfandi mann í bókum lians. Þú getur aðeins ráðið í, hvers konar maður hann hafi verið, af því, sem hann hefir ritað. Það er ekki hann sjálfur, heldur hugsanir hans, sem þar búa. — William Temple.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.