Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 38
228
KIRKJURITIÐ
Það er margra manna mál, að segja megi um Píus 12. fremur
en flesta páfa aðra, í vissri merkingu:
„Vinur falslaus var hann Guðs,
veraldarmaður um leið.“
Ber það til, að fáir kirkjuhöfðingjar þykja hafa verið slyngari
og affarasælli stjórnmálamenn, enginn páfi verið fúsari til að
kirkjan tileinkaði sér hvers konar þekkingu og tækni, og loks
er frómlyndi hans svo alkunnugt, og Kristsvitrun hans svo fræg,
að auðsætt þykir að hann verði þegar eftir dauða sinn tekinn
í tölu helgra manna.
Sem dæmi þess, hve Píus 12. er mikill heimsborgari, skal þetta
nefnt. Hann gekk á fund Ítalíukonungs eftir val sitt, en það hafði
enginn fyrirrennari hans gert í meir en 60 ár, eða síðan páfastóll-
inn var sviptur landsréttindum. Hann er fyrsti páfi, sem hefir
ferðast flugleiðis, fyrstur páfa vélritar hann sjálfur ræður sínar,
og heldur blaðamannafundi. Hann hefir látið færa margt í nýj-
an stíl innan Vatikansins. Reisa nýtízku járnbrautarstöð. Taka
útvarp í þjónustu kirkjunnar og fleira þar fram eftir götunum-
Sjálfur hafði hann í tíð Píusar 11. stjórnað uppgreftri undir Pét-
urskirkjunni og rannsóknum á gröf Péturs postula. Síðan hefir
hann látið halda þessu áfram.
Á hinn bóginn hefir vart nokkur páfi annar, þótt Leó 13. se
ekki undanskilinn, gefið út öllu fleiri og merkari páfabréf um
hin margvíslegustu trúar-, siðgæðis- og stjórnmálaleg efni. Hann
hefir þrumað gegn guðleysi og ófriði, en einnig lýst velþóknun
sinni á þjáningalausum barnsfæðingum. En ekki virðist þó frjáls-
lyndi hans né víðsýni algjört, og all mjög er hann íhaldssamur i
vissum efnum. 1950 lýsti hann himnaför Maríu sem heilögum
sannindum, hélt og hátíðlegt aldarafmæli trúarjátningarinnar
um óflekkaðan getnað hennar (1954), og bannað hefir hann verka-
mannaprestana frönsku þrátt fyrir mótmæli margra ágætra
franskra kirkjuleiðtoga.
En hvað sem segja má um stöku skoðanir Píusar páfa og fyrir-
mæli, verður vart í efa dregið, að fáir menn eru nú uppi, sem