Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.06.1956, Qupperneq 21
Ávarp til íslenzkra presta « Kæru félagsbræður. í þessu hefti Kirkjuritsins er skýrt frá dagskrá hins norræna prestafundar, er ákveðinn hefir verið hér í Reykjavík dagana 2.-6. ágúst. Um leið og ég bið yður að gera svo vel að tilkynna vasntanlega þátttöku yðar við fyrstu hentugleika, vil ég levfa mér að taka fram nokkur atriði, er fundinn varða, enda þótt eg \'iti, að mörgum séu þau kunnug. 1. Fundartíminn. — Ýmsir prestar, einkum sveitaprestar, hafa kvartað yfir því, að fundurinn skuli haldinn á þessum tíma. Stutt sé liðið frá Skálholtshátíðinni, dýrt að taka sér fyrir hendur aðra ferð til Reykjavíkur, og loks eigi vmsir örðugt með að fara að heiman um há-sláttinn. Allt eru þetta frambærilegar aðfinnsl- Ur» og tel ég mér því skylt að skýra frá því, hvernig í þessu hggur. Upphaflega vakti það fyrir öllum, sem að þessu standa, að fundurinn yrði um sama leyti og Skálholtshátíðin. Þegar akveð- hafði verið, hvenær hún færi fram, tilkynnti prestafélagsstjorn- m það þegar í stað til hinna erlendu prestafélaga, en því mið- Ur reyndist þá orðið of seint fyrir hin erlendu prestafelög að tryggja sér sameiginlegan skipakost til íslands á þessum tíma. í julí-mánuði í fyrra var samt sem áður ákveðið að standa við þú aætlun að liafa fundinn í júlí-byrjun. En þegar til kom, reynd- ist það enn ókleyft að fá skip til fararinnar, svo að prestafélög- 111 í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð báru sameiginlega ham þá ósk, að fundinum yrði frestað til 2.-6. ágúst. Var hér um tvo hosti að velja, og hvorugur góður. Yrði fundurinn í byrjun júlí, ' ar sýnt, að þátttakan erlendis frá yrði sama sem engin. Presta- félagsstjórnin ákvað því að taka síðari kostinn, enda þótt vitað Vferi, að slíkt væri miklum örðugleikum bundið fyrir innlenda Presta. Ég vona, að þér, kæru félagsbræður, fallizt á, að úr því

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.