Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 47

Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 47
285 REYKJAHLÍÐARKIRKJA Upphaflega munu áheitin á Strandarkirkju hafa hafizt vegna merkilegra atburða, er skeðu við kirkjuna og í nágrenni hennar, sem kunnugt er af sögnum. Víðar um land hafa merkilegir og frásagnar verðir atburðir gerzt Yið kirkjur. I Leirhnúksgosinu 1729 rann mikið hraunflóð í samfelldri hraunelfu niður í norðurhluta Mývatnssveitar, breiddist þar út yfir engjar og tún og eyðilagði 3 bæi, þ. á. m. gamla Reykjahlíðarbæinn, en kirkjuna sakaði ekki. Hafa þo aðeins fáir metrar verið á milli kirkjunnar og bæjarins, sem hraun- flóðið velti sér yfir og bókstaflega kaffærði. Má þarna líta þá merkilegu sjón, að hraunið rennur að kirkjugarðinum, en spyrnir þar við fótum og hleðst upp í háan hraunkamb, beygir síðan framhjá og í hring utan um grasflötina, sem kirkjan stendur á. Á þessari grasflöt og í þessu hraunrjóðri innan hins sterka bergkastala virðist kirkjan vel geymd um ár og aldir. Mörgum hefir °rðið þessi atburður að íhugunarefni. Hvaða „hulinn verndarkraftur“ hlífði hér kirkjunni? Ekki get eg efast um, að áheit á Reykjahlíðarkirkju, lienni til viðhalds á þessum merkilega stað — hinni frægu grasflöt, muni vel gefast. Er þegar bafinn vísir að þessu með nokkrum áheitum, og hafa vel gefizt. bleð línum þessum vildi ég kynna merkan atburð úr sögu kirkjunnar í Reykjahlíð, og um leið opna nýjan farveg þeim, sem nota vilja áheitaleið- ina í þarfir kirkna, þeim til viðhalds. Aheitum og gjöfum til Reykjahlíðarkirkju verður þakksamlega veitt við- taka af undirritaðum og skráð í áheitabók kirkjunnar. Vogum við Mývatn, 20. maí 1956. Sigfús Hallgrímsson. { Toifleiufftr fréttir | 4—■■—■■—<■—«.—..—■■—...—....—...—„—„—„4 Finnar munu gefa kirkjuklukku til væntanlegrar Skálholtskirkju auk tveggja frá Svíum og einnar frá Norðmönnum. Veganesti kallast bók, sem verið er að prenta. 350 sögur og dæmi, sem Sera Gunnar Ámason hefir þýtt og valið. Þess háttar bækur þykja nauð- synlegar t. d. prestum og kennurum bæði við kennslu kristinna fræða og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.