Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 3

Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 3
' . .'lrí «*.•*'< Setning kirkjuþings fyrir hina íslenzku þjóðkirkju 18. okt. 1958. / nafni Gu'ðs, Föður, Sonar og Heilags Anda. Amen. Hæstvirti kirkjumálaráðherra og þér aðrir háttvirtir kirkju- þingsmenn. Sá atburður, er gjörist hér með oss í dag, á langan að- draganda. Meira en 7 áratugir eru liðnir síðan raddir tóku að heyr- ast um það, að þáttur leikmanna skyldi verða meiri í kirkju- stjórn landsins. Árið 1885 bar séra Benedikt Kristjánsson frá Múla fram á Alþingi frumvarp til laga um 9 manna nefnd, er koma skyldi saman í Reykjavík sumarið 1886 til að ræða og gjöra uppástungur um endurbætur á stjórn þjóðkirkj- unnar, lögum hennar og fjármálum. Átti nefndin að vera þannig skipuð, að tveir væru fulltrúar fyrir hvern lands- fjórðung, prestur og leikmaður, en biskup sjálfkjörinn for- maður hennar. En frumvarp þetta náði ekki fram að ganga. Eftir það liðu nær 20 ár, unz skipuð var skv. áskorun Alþingis og konungsúrskurði 2. marz 1904 fimm manna milli- þinganefnd í kirkjumálum. Sú nefnd lauk störfum 7. apríl 1906 og hafði þá samið mörg frumvörp um kirkjumál, sem flest urðu að lögum á næsta þingi. Meiri hluti nefndarinn- ar — þeir séra Árni Jónsson, prófastur frá Skútustöðum, og dósentarnir séra Eiríkur Briem og séra Jón Helgason — samdi ennfremur „frv. til laga um kirkjuþing fyrir hina ís- lenzku þjóðkirkju“. Meginefni þess var þetta: 25

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.