Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 41
KIRKJURITIÐ 423 er vandfyllt; og er þá nærtækt og eðlilegt, að leitað sé á fund minning- anna. En séra Björn var ekki aðeins sveitarprýði og héraðssómi Skagfirð- inga. Hann var og jafnan höfuðklerkur Hólabiskupsdæmis á prestsþjón- ustuárum sínum, er breiddi verndarvæng og ægihjálm yfir norðlenzka presta á örlagastundum, sökum vísindalegrar sérstöðu sinnar og falslauss bróðuranda. Og þegar á allt þetta er litið, færi vel á þvi, að hinir mörgu niðjar og venzlamenn séra Björns léti að mörkum fáeinar krónur hver og einn í sjóð, sem bæri nafn hans og falinn væri umsjá Guðfræðideildar Há- skóla Islands. Gæti þá farið svo, að ýmsir óskyldir vinir hans vildu einnig auka veg og viðgang þessa Bjarnarsjóðs. Færi bezt á þvi, er stundir liðu og hagur sjóðsins leyfði, að einum presti úr Hólabiskupsdæmi væri veittur styrkur úr sjóðnum fimmta hvert ár til framhaldsnáms í vísinda- legri guðfræði. Minningardagar og minningargreinar eru góðra gjalda verðar, en minningardagar hniga í djúp áranna og aldanna og minningargreinar falla í gleymsku. En minningarsjóður í því formi, sem ég hefi bent á, verður starfandi aflgjafi, er ár og aldir renna. Eiríkur Albertsson. ☆ . Það vofir stöðugt sama hættan yfir þér og mér, að þú verðir einn af samtímamönnunum í stað þess að vera þú sjálfur. — Schrempk. ☆ Maður þekkir engan fyrr en maður veit, hvaða hugsjónir kveikja i honum. — Flake. ☆ Vér höldum i æsku, að réttlæti sé það minnsta, sem aðrir geti auðsýnt oss. Með aldrinum komumst vér að þvi, að það er það æðsta. — Ebner- Eschuboch. H Samanber Hlín 1942, bls. 75—76.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.