Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 5
Ávarp í útvarpi 2. apríl 1959.
Sú fylking inanna, sem borið liafa biskupsnafn á Islandi, er orð-
m stór, hún er mikil a alla grein. Þó er sagan meiri, sem er a bak
við nöfnin í þeirri fylkingu, kunn saga og ókunn jarðnesk, hulin
saga himnesk og eilíf. Einstaklingurinn verður ekki fyrirferðar-
mikill, þegar horft er yfir sviðið allt, þar seni þeir ganga fram hver
í annars slóð, ísleifur fyrstur og síðan hver af öðrum. Jafnvel þeir
verða smáir á víðáttu sögunnar, sem þó gnæfa yfir aðra. Og þó
gengust þeir allir undir það hlutskipti, liver á sínum tíma, sem var
eitt hið ábyrgðarmesta. Hver mundi sá, er fær þann hirðisstaf í liend-
ur, sem gengið hefir úr einni sterkri greip til annarrar í rás nálega
þúsund ára, að hann hljóti ekki að spyrja sjálfan sig: Hver er ég
þess að takast þetta á hendur? Engum eðlilega gerðum manni getur
verið það persónuleg aufúsa. Slíku kjöri tekur maður ekki nema í
djúpri auðmýkt frammi fyrir því valdi, sem stjórnar örlögum vorum
°g vér berum ábyrgð fyrir, því meiri ábygð sem oss er meira á hend-
ur falið og til meiri vanda trúað. Enginn settist svo í biskupsstól á
Islandi, að hann væri óvefengjanlega liinn rétti maður, þegar hann
var til þess ráðinn, þó að sagan meti svo um einstaka þeirra eftir á.
Enda bjó kirkjan oftast svo vel, að fleiri komu eins til greina eða
jafnvel fremur. Og það er mér engin uppgerð að telja, að svo hafi
verið að þessu sinni, þó að um hafi skipazt sem orðið er. Nú á þess-
ari stundu hefi ég þess eins að biðja af löndum mínum, að þeir
*ninnist þess, að kirkjan er móðir vor allra og að hún má í engu
gjalda barna sinna, livorki eins eður annars, hversu sem þeim kann
að vera áfátt. Kirkjunnar heill og sæmd er vor allra heill og bless-
Un« Ég bið landa mína aA minnast biskups síns í þessum hug. Hann
er fyrst og fremst einn meðal annarra barna sömu móður og sama
föður, hann er einn meðal annarra þjóna þess Drottins, sem kom ekki
þess að láta þjóna sér, lieldur til þess að þjóna og verja lífi sínu
°S lóta lífið fyrir aðra. Hans skyldi líf vor allra vera, hvaða stöðu
sem vér skipum. Að gefa honum lífið er að finna lífið. Ég bið alla
Éraiður í helgri þjónustu að meðtaka hróðurkveðju. Ég sendi kveðju
nuna og konu minnar öllum þeim, sem mól mitt heyra, inn ó heini-
ilin hvarvetna, inn i skiprúm og einrúm, að sóttarsæng, og bið öll-
11 •» nóðar, friðar og blessunar. Drottinn styrki, efli og blessi kirkju
s*na ó Islandi, vora hjartkæru rnóður, og veiti henni nóð til þess að
gegna köllun sinni ættjörð og þjóð til tímanlegrar og eilífrar bless-
unar.
Sigurbjöni Einarsson.