Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 44
186
KIIIKJURITIÐ
urinn var einnig meiri en venjulega. Drengjakór kirkjunnar
söng í upphafi messunnar á undan inngangssálmi tvö vers við
yndislega fallegt gamalt enskt lag. Það var dýrlegur söngur.
Einnig söng kirkjukórinn eftir prédikun kóralverk eftir Bach:
Ó, hve sælir eru hinir guðhræddu.
En það, sem var mest hrífandi við þessa messu eins og allar
aðrar sænskar messur, sem ég hefi verið við, var þátttaka safn-
aðarins í bænum og söng, syndajátningunni og trúarjátning-
unni. Allir taka þátt í bænunum, og hér um bil hver maður
syngur. Það er líka mikil tilbreytni í söngnum. Sum versin
syngja allir með orgelundirleik, sum versin syngja allir án org-
els, og sum versin syngur kirkjukórinn einn. — Þetta lífgar
messuna og gerir hana áhrifaríkari. Þegar sungnir eru lof-
gerðarsálmar, eða ef lofgerð er í einhverju versi sálmsins,
standa allir upp syngjandi, og mun ég ekki gleyma áhrifunum
frá þeim syngjandi skara.
Eftir messuna í St. Jakobskirkju óku þingfulltrúar og gestir
til æskulýðshallarinnar að Graninge. Þarna eru æskulýðsþingin
að jafnaði haldin, svo og ýmis önnur kirkjuleg mót og ráð-
stefnur í Stokkhólmsbiskupsdæmi. — Þarna eru líka sumar-
búðir kirkjulegu æskulýðsfélaganna svipað og t. d. Vatnaskógur
er hér heima fyrir æskulýðsstarf K.F.U.M.
Graninge er gömul bygging, mjög einkennileg og ævintýra-
lega innréttuð. Var auðséð, að unga fólkið kunni þarna vel við
sig, og hafði miklar mætur á þessu sérkennilega heimili sínu.
Nú hófust hin raunverulegu þingstörf með sameiginlegri
kaffidrykkju. Þingfulltrúar og gestir hjálpuðust að við veit-
ingarnar, og svo var við allar máltíðir. Maturinn var afgreidd-
ur við eldhúsdyr, og þjónaði hver sjálfum sér til borðs. Auð-
veldaði þetta mjög heimilisstörfin og sparaði vinnukraft. Þann-
ig ætti að haga veitingum á öllum æskulýðsmótum, enda er
það e. t. v. gert einnig hér heima.
Aðalmál þingsins auk venjulegra þingstarfa var Biblían, gildi
hennar í lífi kirkjunnar í dag og gildi hennar fyrir hinn kristna
æskulýð. — Voru flutt tvö framsöguerindi um þetta efni. Fyrra
erindið flutti dr. theol. Áke V. Ström, og nefndist það: Vitnis-
burður Biblíunnar um sjálfa sig. Erindið var hið merkasta
og háguðfræðilegt. Vakti það furðu mína, hve unga fólkið hlust-
aði með mikilli athygli, og hugsaði ég með mér, að tæpast