Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 16
PISTLAR. Blind, efnishyggja. Oft hefir verið talað um, að menn trúi í blindni. En óhætt er að fullyrða, að nú á dögum á það ekki almennt við um þá, sem viðurkenna opinberunina, heldur hina, sem ekki vilja heyra annað nefnt en efnishyggjuna. Þeir ganga ósjaldan svo langt í ofstæki sínu, að manni kemur helzt í hug hestur niðri í kola- námu með blöðkur fyrir báðum augum. Ég sannaði þetta áþreif- anlega núna á dögunum. Þá átti ég tal við tvo gáfaða og lærða menntamenn um drauma. Ég hélt því fram, að það væri ekk- ert trúaratriði, að menn dreymdi fyrir daglátum og á stundum fyrir því, sem ætti sér langan aldur. Þetta væri ákaflega al- menn reynsla, sem vituð hefði verið um allar aldir, og ég og margir, sem ég væri nákunnugur, hefðu sjálfir þreifað á. Hitt væri svo annað mál, hvernig þetta yrði skýrt. Mér fyndist það benda til þess, sem væri einna óskiljanlegast í tilverunni og kæmi hvað mest í bága við okkar hversdagslegu sjónarmið, til dæmis hinn frjálsa vilja o. s. frv. En ungu mennirnir voru ekki á því að fallast á þetta sjónar- mið. Þeir töldu sig sjálfa ekki hafa dreymt fyrir óorðnum hlut- um, og þar af leiðandi fannst þeim þeir hafa fulla ástæðu til þess að láta ekki sannfærast um það, að aðra hefði gert það. Þeir voru ekki frekur en maðurinn, sem fór á fundinn forðum, komnir til að láta sannfærast. Höfuð-slagorð þeirra var það, að „vísindin" gætu ekki fallizt á þessa staðreynd. Ég átti síðar tal við lærðan sálfræðing um þetta mál. Skoð- anir okkar virtust alveg samhljóða. Hann hafði sjálfan iðulega dreymt fyrir daglátum, einkum á unga aldri. Hann taldi líka, að skýringin væri ófundin. Ein mótbára ungu mannanna gegn fyrirboðum í draumum var sú, að þeir væru sjaldnast eða aldrei sagðir fyrir. Þessi fáfræði stafaði vitanlega af æsku þeirra. Hér nægir að minna á ýmsar vísur, sem alþekktar eru og menn hafa kveðið fyrir feigð sinni samkv. hugboði sínu, oftast í draumi. Ég tilfæri aðeins þessa snilldarvísu Agnars Jónssonar, er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.