Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ
187
hefði ungt fólk hér heima notið svo fræðilegs erindis eins og
þetta æskufólk virtist gera. — Síðara erindið flutti Kommini-
ster G. Niemeyer, og nefndist það: Biblían á nútíma sænsku.
Fjallaði það um vandamál, sem okkur kann að þykja undar-
legt, þ. e. erfiðleika sænskrar æsku á því að skilja málið á
sænsku Biblíunni. Hún er þó ekki á ýkjagömlu máli. Það er
endurskoðuð og breytt þýðing frá 1917. Eigi að síður hefir
málið tekið svo miklum stakkaskiptum frá þeim tíma, að ungt
fólk skilur alls ekki mál þessarar þýðingar á mörgum veiga-
miklum stöðum. Skildist mér, að meginbreyting málsins væri
sú, að tekin hefðu verið upp fjölmörg nýyrði úr erlendum mál-
um í seinni tíð, en mörg gamalsænsk og norræn hugtök væru
óðum að týnast og gleymast. — Þótti ræðumanni, svo og mörg-
um, sem til máls tóku síðar, einsýnt, að gefa yrði Biblíuna út
á daglegu máli unga fólksins, ef takast ætti að láta það lesa
hana sér til gagns, og ef takast mætti yfir höfuð að fá það til
að lesa hana.
Að framsöguerindum loknum var þingfulltrúum skipt niður
í hópa. Fékk hver hópur sérstakan kafla úr Nýja testament-
inu, til þess að þýða á nútíma-sænsku, eða „barnamál", eins og
sumir prestarnir orðuðu það. Enda voru þeir ekki allir jafn-
hrifnir af þessari nýbreytni, og kvað einn þeirra upp úr með
það, að sitt álit væri, að ekki bæri að þýða Biblíuna á mál
æskunnar í dag, heldur að kenna henni mál Biblíunnar, þ. e.
góða og gilda sænsku.
Okkur hjónunum var skipað í hóp með prestunum og nokkr-
um öðrum gestum þingsins. Fékk sá flokkur það viðfangsefni
að snúa 28. kapítula Postulasögunnar á sænskt „barnamál" í
tilraunaskyni.
Við höfðum að vísu ekki ýkja mikinn áhuga á þessu, því að
allmikið skorti á, að sænskukunnáttan hrykki til að endur-
bæta sænska tungu, eða breyta henni eftir kröfum æskufólks-
ins. Við kunnum hins vegar vel við okkur í félagsskapnum, og
voru margar skemmtilegar athugasemdir gerðar við þær nýju
niáltillögur, sem fram komu. Ljóst var einnig, að þetta var
nijög vel fallið til að vekja áhuga á Biblíulestri. Það sást bezt
daginn eftir, þegar við fengum að heyra niðurstöður af þýð-
ingu sumra hópanna. Úr því varð eins konar helgileikur. Skiptu
unglingarnir með sér hlutverkum í ritningarköflum, þar sem