Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 175 um Krists, er hann mælti við bersyndugu konuna: „Far þú og syndga ekki framar.“ Nú hefir það jafnan verið kenning kirkjunnar, að lögmálið væri ekki að fullu úr lögum numið með komu Krists í heiminn, heldur aðeins að því leyti, sem það í framkvæmdinni færi í bága við grundvallaratriði fagnaðarerindisins. Eitthvað svipað virtist mér verða ofan á hjá þeim, sem til máls tóku á þinginu í Stokkhólmi. Gildi hins ríkjandi skipulags kemur fram í ýms- um tilfellum, svo að ógerningur mun að afnema það með öllu. Það er staðreynd, að til eru menn í hverju þjóðfélagi, sem óhjá- kvæmilegt er að hafa í haldi í skemmri eða lengri tíma, og óttinn við hegningu hefir alveg áreiðanlega bjargað ýmsum frá því að taka sér eitt og annað fyrir hendur, sem þeir annars höfðu tilhneigingu til að framkvæma. Hitt er annað mál, að hér má ekki ríkja sú hugmynd, að þjóðfélagið sé að hefna sín á afbrotamanninum, enda mun hvergi vera gert ráð fyrir slíku í réttarfari neins menningarríkis. Þrátt fyrir það, þótt ríkjandi skipulagi sé haldið, verður hitt að vera meginatriðið, að meðferð sú, er afbrotamaðurinn hlýt- ur, sé miðuð við þarfir hans sjálfs, og séu byggðar á sem ná- kvæmustum skilningi á ástandi hans og þroska. Og þá kemur aftur til athugunar vandamálið, sem um var getið, aldursskeið mannsins. Virtist mér sú skoðun vera mjög áberandi, að í raun- inni bæri ekki fyrst og fremst að miða við aldursskeiðið, held- ur þroskaskeiðið. Nú er það hiris vegar svo, að aldur og þroski fara saman í stórum dráttum. Spurningin verður þess vegna sú, hvaða aldursskeið í lífi einstaklingsins hafi mesta þýðingu í þessu sambandi, og hvenær krókurinn beygist helzt að því, er verða vill. Það hefir með réttu verið gagnrýnt, að sú aðferð að miða ábyrgð og sakhæfi við vissan aldur eigi sér ekki nægilega stoð í veruleikanum. 15 eða 16 ára unglingur getur verið jafnóhæfur og 12 ára barn til að bera fulla ábyrgð á gerðum sínum, svo að dæmi sé tekið. Og sú skoðun stenzt heldur ekki próf reynsl- unnar, að hver og einn geti umsvifalaust ákveðið að drýgja ekki glæp framar, þótt hann hafi t. d. setið um tíma í fangelsi og tekið út hegningu. í hverri mannssál búa duldar hvatir og ástríður, sem ekki verða yfirunnar með skynsamlegri yfir- vegun einni saman. Ef svo væri ekki, kæmi fæstum til hugar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.