Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 151 ingu að byggja á þelm grundvelli, sem öllum hlýtur að vera sameiginlegur, sjálfum frelsaranum, Jesú Kristi. Hann þráði einnig drottinvald kirkjunnar. í því lægi eina von vorra tíma. Boðskapur krossins og kærleikans væri vald, ef hann væri fluttur með lífi og starfi. Það þyrfti að vinna, svo að mönnunum yrði ljóst, að kristindóminn er ekki aðeins að finna á blöðum Nýja testamentisins eða lokaðan inni í kirkjunum, heldur í framkvæmd fórnar og kærleika. Þjónar kirkjunnar eiga Ijósið, sem lýst getur myrkur jarðar. Þeir eiga sannleikann, sem sigrað getur allt böl. Þeir eiga þetta allt, ef þeir eiga Krist. Hvi þá ekki að vinna með því? Þannig hefi ég fáa þekkt, sem mér hafa fundizt skilja betur, hvað í því fólst fyrir oss íslendinga, er hinn fyrsta fullveldis- dag vorn hljómuðu í kirkjunum orð guðspjallsins: Sjá, kon- ungur þinn kemur til þín. Einfaldleiki og dýpt einkenndu prédikun hans. Sem ljósan vott þess má t. d. nefna ræðuna fögru í Nýjum hugvekjum, er hann nefnir Kærleiksleiðina, og prédikun hans um bænina í Hundrað hugvekjum. Þar standa þessi orð: ,,í bæninni komum vér fram fyrir auglit Guðs, eins og við erum, leggjum sálir okkar og innsta hjartans lífs að fótum hans og biðjum sjálfum okkur og öðrum fyrirgefningar og styrktar hans. Væri biðjandi söfnuður í hverri byggð þessa lands, yrði hið andlega andrúmsloft skjótt mettað þeim himn- esku áhrifum, sem burt ræki synd og dauða. Gæfi Guð, að svo mætti verða.“ VI. Kennimannsstarfið er að vísu höfuðþáttur prestsstarfsins, en það er þó mjög fjölþætt, á í raun og veru að láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Auk þess sem séra Friðrik var mikill kennimaður, leitaðist hann við að rækja prestsstarfið vel í hverri grein. Það hafa einnig sóknarböm hans hér, er nutu starfa hans svo lengi, þekkt vel og nánar en ég. Ég vissi um áhuga hans á því, að uppfræðsla æskulýðsins í kristindómi yrði sem mest og bezt og fermingarundirbúningur lengdur. Hversu niörg fermingarbörn blessa hann hér í dag. Og hversu margir eiga á einn eða annan hátt góðs að minnast frá honum, bæði í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.