Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 23
Vor. „Fegursta vísan um voriö er vísan um frceiö í moldinni (D. St.). í þessum ljóðlínum er fólginn mikill og fagur sannleikur. Hvert og eitt hinna örsmáu frækorna á í sér fólginn kraft, sem við ákveðnar aðstæður brýst út. Hann sprengir fræskurnið og skýtur kímblöðum út í jarðveginn og upp mót hinni hækkandi, vermandi sól. Kraftur fræsins er lífmagn þess, frumkraftur alls gróandi lífs í náttúrunnar ríki. Hann er það afl, sem gefur vorinu mest gildi, gefur því yndisleik þess og dýrð. En þessi kraftur fæst ekki fram né nýtur sín nema við ákveðn- ar aðstæður. Hann þarf yl frá sólu og regn úr skýjum til að losna úr læðingi. En við þær aðstæður magnast hann og eflist °g frækornið smáa verður feiknastórt tré. Hið minnsta korn verður orsök nýrrar tilveru, sem eykur unað og fjölbreytni lífsins. Fyrir tilstuðlan þeirra afla, sem vinsamlegust eru lífinu, skeður það, að kraftur fræsins fær brotizt út, svo að það nær að inna af hendi hlutverk sitt: að vinna að viðhaldi og endur- nýjun lífsins á jörðinni og skapa því fyllingu, fegurð og breyti- leika. Vorið er fyrir þessar sakir fegursta og yndislegasta árstíðin. Þó það skorti blóma og fullþroska sumarsins, þá hefir það vak- ið til nýs lífs allt, sem sofið hefir um veturinn, og birtir frum- vöxt náttúrunnar í sinni hrífandi æskufegurð. Vorið er vaxtar- tíð allra hluta. Eins og það hrekur burt myrkur og kulda, en veitir vaxandi birtu og yl inn í líf náttúrunnar, svo að allt hið blundandi líf vaknar og vex upp, eins vekur það í lífi mann- anna vonir og þrár, sem veturinn hefir svæft með fargi myrk- urs og kulda. Þær vakna oft með vorinu og eiga þá nýja mögu- leika til að vaxa og rætast.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.