Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 49
KIRKJURITIÐ
191
handbragð. Fyrir hönd kirkju og safnaðar flyt ég Agnesi og börnum
hennar þakkir fyrir góðar gjafir og bið Guð að blessa þeim minn-
inguna um dáðrikan lífsförunaut og föður. — G. G.
ViÖ nýafstaöna, biskupskosningu fengu þessir flest atkvæði: Pró-
fessor Sigurbjörn Einarsson 69. Séra Einar Guðnason i Reykholti
46% og séra Jakob Jónsson 22%. Fjöldamargir fengu færri atkvæði.
Séra Sveinn Víkingur Grímsson biskupsritari hefir sótt um lausn
frá embætti. Er það nú laust til umsóknar.
Kirkja Óháöa safnaöarins í Reykjavík var vígð af biskupi Islands
á sumardaginn fyrsta. Nánari frásögn bíður næsta heftis.
Ragnar Björnsson hélt nýlega organtónleika við góðan orðstír.
Hann hefir allt frá æsku verið meira og minna riðinn við orðanleik-
arastörf. Fyrst á Hvammstanga, síðar hér í Reykjavík. Er og kunn-
ur söngstjóri.
Mót fermingarbarna eru ákvörðuð í vor, eins og í fyrrasumar.
Verða þau fyrstu haldin 6.—7. júní. Gert er ráð fyrir, að þau verði
fjöláótt.
Einingin, blað bindindismanna, en ritstjóri þess er Pétur Sigurðs-
son, heldur jafnan merki kristindómsins hátt á lofti. 1 aprílblaðinu
eru m. a. tvær greinar eftir ritstjórann, sem benda á samband trúar
og siðgæðis og sannindi kristninnar: Ópið, sem heyrist hæst, og
Falsspámenn og afglapar.
Séra Árelíus Níelsson er nú formaður Ungtemplara og Æskulýðs-
sambands Islands, og virðist starfsemi þessara samtaka með ýmsum
vormerkjum.
Söngmót kirkjukóra Mýraprófastsdæmis var haldið i Borgarnesi
26. apríl við ágæta aðsókn og undirtektir. Er kirkjukórasamband
þetta nú 10 ára gamalt.
Skátamessa, mjög fjölmenn, fór fram að vanda á sumardaginn
íyrsta i Reykjavik. Biskup prédikaði að þessu sinni.
t-------------------------------------------------------------\
KIKKJUItlTID
Tímarit gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári.
Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Árnason.
Árgangurinn kostar 60 krónur.
Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavik.
Sími 14776.
V
Prontamiöjan Loiitur
J