Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 20
162 KIRKJURITIÐ Óleyst verkefni. Enn get ég ekki látið undir höfuð leggjast, að minna á í sam- bandi við fermingar, hve kirkjuhugtakið virðist óljóst í hugum íslendinga, einkum í mesta þéttbýlinu. Sú vitund, að kirkjan sé almennt félag, sem nær um víða veröld, vakir ekki hversdags- lega fyrir fjöldanum. Ég verð alltaf sannfærðari um það, að ein meginorsök þessa er sú, að vér prestarnir höfum mikinn hluta þessarar aldar fallið frá þeirri kröfu, að fermingarbörn kynnu öll, — sem lært geta á annað borð, — ákveðin megin- atriði kristilegrar trúar og siðgæðis. Vér kennum þetta vitanlega meira og minna allir, en það vantar hér á, að vér fylgjum skilyrðislaust, — eins og unnt er, — vissum lágmarkskröfum. Vér mættum þó muna, að það var beinlínis stofnað til fermingarinnar á þessum grundvelli. Á eftirlitsferð sinni þótti Ludvig Harboe á sínum tíma vankunn- átta almennings i kristilegum fræðum svo mikil, sakir hirðu- leysis prestanna, að fermingarfræðslan var lögleidd. Oss er ekki nóg að halda siðnum, ef vér glötum innihaldinu, slökum svo á kunnáttukröfunum, að raunverulega er misst af mark- miðinu. Hér þýðir ekkert að segja, að hver prestur hafi frjálsar hendur til að gera svo vel sem hann vill. Vér verðum einmitt, prestarnir, að hafa samstöðu og samstarf í þessu máli, — ákveðnar skyldur. Sú ringulreið, sem nú ríkir, hefir leitt í háskalegar ógöngur. Hungur. Meira en helmingur mannkynsins fær aldrei fylli sína dags daglega, og á þessu kvöldi leita ótaldar milljónir svangar á náð- ir svefnsins. Vér eigum áreiðanlega bágt með að trúa þessu, hvað þá gjöra oss þess fulla grein. Sjón er jafnan sögu ríkari. Svo var um Lindbergh ofursta, er hann flaug til Kína fyrir all- mörgum árum og múgur manns réðst að flugvél hans og beit í vængina af kvalafullu hungri. Hann kvað sér hafa boðið við veizlumat á eftir. En ekki þarf til Austurlanda að fara til að sjá soltið fólk. Talið er, að 45—50 milljónir manna í Evrópu hafi misst eignir sínar og átthaga síðan 1914, og um tvær milljónir Þjóðverja orðið flóttamenn frá því 1945, svo að ekki sé annað nefnt. Ferðafólk, sem fór í fyrra til Napóli, sagði frá

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.