Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 46
188 KIRKJUHITIÐ viðtöl fara fram og nokkrar persónur koma við sögu, og lásu til skiptis, og orð Jesú lásu allir í kór. Auðséð var, að ungling- arnir höfðu mikla ánægju af þessu starfi. Seinni hluta laugardagsins var gefið hlé til að skoða hið undurfagra umhverfi. Þarna er engin byggð. „Náttúran talar þar ein við sjálfa sig.“ Þéttur skógur er að baki hallarinnar, en í austri opnast lygn og blátær vík með skógivöxnum töng- um til beggja hliða. Síðdegissólin stafaði geislum sínum á vatn og skóg. Mér komu í hug orð Steingríms: „Hér andar Guðs blær.“ Um kvöldið voru allir inni, enda var nú komin súld. Þá skemmtu menn sér við söng. Sænskt æskufólk syngur mikið, hefir ágætar raddir og virðist vel þjálfað. Sungin voru alls konar lög, þjóðlög og gamansöngvar. Fjörið var mikið, og voru allir farnir að rugga sér í sætum. Ungur prestur, Lars Oluf Hirrsch, stiftadjunkt, stjórnaði söngnum af miklu lífsfjöri. Er hann, þótt ungur sé, kunnur æskulýðsleiðtogi í Stokkhólmi. Þarna var lifað eftir reglunni: „Bezt er að hætta hverjum leik, þá hæst hann fer.“ Pastor Hirrsch tilkynnti nú, að tími væri kominn til að lesa kvöldbænina og ganga til náða. Sett var upp altari í samkomusalnum og kveikt á kertum. Pastor Hirrsch skrýddist messuskrúða, kraup við altarið og las kvöld- bænina. Unga fólkið, sem mínútu áður hafði verið fullt gáska, hneigði nú höfuð sín til bæna. Sungin voru kvöldvers. Síðan gengu allir til hvíldar. Fyrirhafnarlaust virtist vera að stjórna þessum stóra hóp. Þingfulltrúar voru þó um 115 talsins, auk þeirra allmargir áheyrnarfulltrúar og gestir og 15 prestar. Hér ríkti eining og samhugur. Hver gekk til síns herbergis. Húsa- kynni eru mjög góð. Húsgögn gamaldags og skemmtileg, hvít- máluð, bæði rúm, borð og stólar. Við áttum góða nótt á þess- um fagra og friðsæla stað. Blær hreinleikans andaði úti og inni. Sunnudagsmorguninn söfnuðust allir í samkomusalinn til morgunbæna. Síðan fengu menn sér morgunskattinn. Úti biðu vagnarnir, því að nú átti að aka til næstu kirkju, Boo-kirkju. og hlýða hámessu. Þar átti að fara fram altarisganga. Boo- kirkja er tiltölulega ný kirkja, vígð 1923. Safnaðarsalur er í kjallara kirkjunnar. Múgur og margmenni var við kirkju, auk þingfólksins. Messan var hrífandi. Við útdeilingu þjónuðu 4 prestar, og veitti ekki af. Ég hefi aldrei séð slíkan skara ganga

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.