Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 181 yngri að þroska en aldri, seinir að taka út vöxt sinn, ef svo má að orði komast, og þarf því í rauninni að taka þá öðrum tök- um en hegningarlögin gera ráð fyrir um fullþroskaða menn. Hegningarlög Islands og annarra landa gera einnig ráð fyrir, að sumum afbrotamönnum hæfi ekki venjuleg fangelsisvist, og það væri ranglátt gagnvart íslenzkum stjórnarvöldum að segja, að engar tilraunir hafi verið gerðar í þá átt að beita uppeldisaðferðum við unga menn. Þeir, sem þekkja persónu- loga til, vita vel, að ungum mönnum, og þar á meðal mönnum á þrítugsaldri, hefir verið gefinn frestur eða jafnvel veitt skil- orðsbundin náðun í því skyni að gefa þeim tækifæri til að átta sig, og í mjög mörgum tilfellum hefir þetta gefizt vel. Menn, sem samkv. hegningarlögunum hafa unnið til langrar fangelsisvistar, hafa oft fyrir áhrif og aðstoð ýmsra aðila orðið nýtir borgarar, sem stundað hafa atvinnu og stofnað heimili. Samverkamenn löggæzlunnar hafa auk hinnar opinberu fanga- hjálpar verið menn af ýmsum stéttum svo sem skipstjórar og út- gerðarmenn, bændur og prestar, kaupmenn og iðnaðarmenn, að ógleymdum góðum eiginkonum og foreldrum. Nýlega las ég í blaði, að hið megnasta ranglæti ríkti hjá yfirvöldunum í því til- hti, að náðanir gengi ekki jafnt yfir. En áður en vér alhæfum of niikið í þessu efni, er rétt að athuga, hver tilgangurinn er með náðun eða fresti. Þegar unglingur á mótunaraldri á í hlut að minnsta kosti, er náðunin tækifæri til að reyna manninn eða fá hann til að hjálpa sér sjálfur, við venjuleg lífsskilyrði. Af bví leiðir, að veita skal náðunina eftir sem nákvæmasta athug- un á því, hvort fanginn er líklegur til að geta haft gott af lausninni, og samkvæmt kenningum verndarstefnunnar verð- ur slíkt í rauninni aldrei ákveðið löngu fyrirfram. Þar getur ekki gilt hið sama um alla, heldur verður að fara eftir því, er við á um hvern einstakling. Þar sem ekki á það sama við aUa, getur náðun ekki „gengið jafnt yfir“. En ekki er við því að búast, að allir ungir afbrotamenn geti rett sig við með því einu að vera hleypt út í atvinnulifið, sam- kvæmt náðun eða eftirgjöf. Þess vegna þarf hér sem fyrst að verða til unglingafangelsi, vinnuheimili, eða hvað menn vilja kalla það, þar sem afbrotamönnum á æskuskeiði sé ætlað að dveljast, aðgreindum frá eldri mönnum. —■ Á þinginu heyrð- ust raddir um, að menn innan við 21 árs aldur ættu ekki undir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.