Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 155 Hann gefi þér að mæla eldtungu kærleikans, sem allir skilja. Gleðilega hátíð. Vér þökkum Guði fyrir þig. Og vér þökkum þér og kveðjum þig um sinn. Þótt hismið jarðar hverfi í sand, er himinn Guðs vort föðurland. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. [Úr minningargrein um hann eftir séra Sigurö Stefánsson prófast.] Lærdóm sinn jók hann alla ævi og varð um margt manna lærðastur, er stundir liðu. Hann fylgdist vel með í sinni grein og hafði þar glögga sýn yfir stefnur og strauma samtíðarinnar, en öll sagnfræði var honum mikið yndi, sem föður hans, og í kirkjurétti og kirkju- lögum bar þekking hans langt frá því venjulega. í tómstundum, sem raunar voru oftast strjálar og stopular, gerði séra Friðrik sér títt gaman að tölum og ýmsum hag- fræðilegum athugunum og útreikningum, eða hann teiknaði hús og hallir af furðulegri kunnáttu, en penni og stíll léku svo í höndum hans, að fágætt mátti kallast. Kirkjubækur hans og starfsskýrslur bera og þess menjar, svo að þar má oft nærri fremur tala um hrein listaverk en þurrar skrár. Og öll var embættisfærsla séra Friðriks eftir því, til mikillar fyrirmyndar, í senn fáguð og skýr, og lýsti raunar nianninum betur en margt annað, innsta eðli hans og skapgerð- areinkennum. Frá því, er séra Friðrik hóf af nýju skólanám, mun hann hafa stefnt að því ákveðna marki að gerast prestur. Taldi hann, að þar hafi reynzt þyngst á metum áhrifin úr foreldrahúsum, og svo þau kynni, er hann fékk á unglingsárunum af skozku kirkju- og safnaðarlífi, sem hann dáði mjög. Fór fljótt mikið orð af kennidómi séra Friðriks og snilld í öllum prestsverkum, en með látlausri fyrirmennsku, lipurð og glaðværð vann hann hvers manns hug.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.