Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 34
176
KIRKJURITIÐ
að endurtaka afbrot hvað eftir annao, í fullri vitund þess, að
þeir hljóti að verða handteknir að nýju. Til þess að ungur
maður í mótun verði sjálfráður gerða sinna, þarf hann að
ganga í gegnum einhvers konar innri reynslu. Það þarf að
greiðast úr flækjum undirvitundarinnar og hneigðir hans að
komast undir stjórn fastrar skapgerðar. Aðgerðir hins opin-
bera verða að miðast við það, að afbrotamanninum sé hjálp-
að til að komast á það þroskastig, sem hann þarf að verá á,
til að geta lifað sem fullorðinn, ábyrgur maður í lögbundnu
þjóðfélagi, og notið frelsisins.
Hér hljóta því að vakna þær spurningar, hvað átt sé við
með fullþroskuðum manni, og hvaða aldursskeið hafa mesta
þýðingu á mótun hans. »
Sagt hefir verið, að mannlegur persónuleiki sé fólginn í
þrennu, — einingu, aðgreiningu og sérkennum. Orka og at-
hafnir séu samræmd í heildarstarfsemi, sem varðveiti og við-
haldi einingu persónunnar, um leið og hún aðgreinist frá öðr-
um og fái sín séreinkenni. En með þessu er þó ekki allt fengið,
því að þroskaður maður þarf að geta lifað í samfélagi við aðra
og orðið undirgefinn einhverju lífstakmarki eða hugsjón, sem
nær út fyrir hann sjálfan. Af þessu leiðir, að maðurinn þarf
að hafa siðavitund, heilbrigða samvizku og meðvitund um lög
og reglur. Til fullorðins manns eru gerðar þær kröfur, að hann
sé fær um að hafa sjálfsforræði, stunda atvinnu og stofna heim-
ili, og loks, að hann fullnægi skyldum sínum sem þegn þjóð-
félags þess, er hann lifir í. — Svo sem kunnugt er, ganga lands-
lögin út frá því, að menn almennt eigi að vera færir um að taka
á sig þessar skyldur á aldrinum 16—21 árs, þó með nokkrum
undantekningum eða settum skilyrðum, sem ekki er ástæða
til að fara út í hér.
Fjöldi vísindamanna hefir tekið sér fyrir hendur að rann-
saka þroskaferil mannsins, og virðist það verkefni vera harla
flókið, sökum þess, að hvorki líkamlegur né andlegur þroski
fer nákvæmlega eftir almanakinu. Er þar auðsjáanlega ekki
um að ræða jafnan þroskaferil frá ári til árs, heldur margar
stökkbreytingar, ef svo má að orði komast, og eru þær háðar
bæði innri og ytri orsökum. Við þetta bætist, að hinir ýmsu
þættir líkamskerfis og sálarlífs þroskast ekki jafnhliða. Vits-
munir og tilfinningar, kynlíf og trúarlíf, hæfileikinn til félags-