Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 27
Afbrotamál unglinga,
(Grein þessi er fyrirlestur, sem fluttur var í ríkisútvarpinu 27. nóv.
1958. — Höfundur hafSi verið fulltrúi ísl. ríkisstjórnarinnar á heims-
Þingi um afbrotamál unglinga og barnavernd, dagana 25.—30. ágúst
1 Stokkhólmi. Má líta á greinina sem skýrslu um þingið, enda þótt
raargt sé undan felt, sem ástæða hefði verið til að minnast á ■—■
Jak. J.).
Þegar rætt er manna á meðal um afbrot æskunnar, hnígur
straumurinn að jafnaði í tvær gagnstæðar áttir. Sumir mega
ekki heyra á það minnzt, að æskunni verði neitt á, sem ekki
se hægt að afsaka. Þar sé ekki um annað að ræða en smámuni,
sem lítið geri til um. Allt sé í rauninni í stakasta lagi og að-
finnslurnar ekkert annað en nöldur gamalla karla og kerlinga,
sem auðvitað hefðu ekki verið hótinu betri á sínum yngri ár-
Um> ef tímarnir hefðu leyft þeim meira frjálsræði og fleiri
möguleika.
Hinn flokkurinn tekur alveg gagnstæða stefnu. Hann segir,
að æskan sé ekkert annað en stjórnlaus villidýrahópur, sem
®ngri tamningu taki, æðisgenginn ruslaralýður, sem fátt eigi
1 fórum sínum annað en hirðuleysi og taumleysi, er síðan hljóti
að leiða af sér spillingu og glæpi.
Eins og oftast endrarnær er sannleikurinn einhvers staðar
a milli öfganna tveggja. Ef vér virðum fyrir oss æsku nútím-
ans, verður ekki annað sagt með sanngimi, en að innan þeirr-
ar fylkingar sé mikið til af góðum mannsefnum, sem líkleg séu
til að verða þjóðfélaginu til gagns og sóma. En hinu verður
heldur ekki neitað, að í hópi þeirra, sem þjóðfélagið verður að
taka til meðferðar, sökum afbrota og misferlis, eru ískyggilega
aiargir æskumenn. Og þetta á ekki aðeins við um ísland, held-
Ur virðist það vera algengt fyrirbæri í flestum löndum. Alveg
an tillits til þess, hvernig á æskuna er litið í heild sinni, er það
staðreynd, að hér er um að ræða vandamál, eða öllu heldur