Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ
177
legrar aðlöðunar o. s. frv., allt á þetta sinn sérstaka þroska-
feril, bæði hjá körlum og konum, og þó ekki hinn sama hjá
báðum. Það, sem mestu máli skiptir í því sambandi, sem hér
um ræðir, er sú spurning, hvort sérstök aldurs- eða öllu heldur
þroskaskeið séu öðrum fremur vandasöm, með tilliti til þess,
að einstaklingnum sé ætlað að lifa í siðferðilegu og lögbundnu
samfélagi.
Á þinginu í Stokkhólmi var mættur próf. Glueck frá Harvard-
háskólanum, ásamt frú sinni. En þau hjónin hafa um margra
ára skeið framkvæmt rannsóknir á vandræðabörnum og ungl-
ingum, sem síðar gerðust afbrotamenn. Þau halda því fram,
að með slíkum athugunum sé hægt að finna, hvaða börn séu
líkleg til þess að hneigjast til afbrota, þegar þau verði stór,
og telja þau, að í ca. 90 tilfellum af hundrað reynist próf
þeirra rétt. í nýútkominni skýrslu frá Japan segir frá athug-
unum, sem japanskur barnaverndarmaður hefir gert í sínu
landi, með aðferð Glueck-hjónanna, og hafi hann komizt að
sömu niðurstöðu. Dr. Glueck sagðist hafa orðið fyrir hörðum
árásum vegna þessara tilrauna, því að sér væri borið á brýn,
að hann héldi fram eins konar fyrirhugun, þannig, að sum
börn væru í rauninni fyrirfram dæmd til að verða glæpamenn.
Slíkt sagði hann, að væri alger misskilningur á sinni kenningu.
Það, sem fyrir sér og konu sinni vekti, væri að fá vísindalega
staðfest, hvað það væri í fari barnanna, sem síðar á ævinni
gerði þau veikari fyrir eða gerði þau óhæfari til að lifa sem
borgarar þjóðfélagsins. Hann vildi halda því fram, að veila sú,
er kæmi fram í fari ungs afbrotamanns, ætti að jafnaði langan
aðdraganda, og birtist meðal annars í afstöðu barnsins gagn-
vart heimili, foreldrum og umhverfi. Þar með væri alls ekki
sagt, að þeir ágallar gætu ekki lagazt, ef þeim væri nógu
snemma gaumur gefinn, og með því móti væri hægt að byrgja
brunninn, áður en barnið væri dottið í hann. Ekkert skal ég
fullyrða um það, hversu algildar rannsóknir þeirra hjónanna
kunna að vera, en hitt er viðurkennt af öllum, að svokölluð
afbrot séu ekki einangruð fyrirbæri í lífi mannsins, heldur
standi í beinu sambandi við skapgerð hans og mótun á öllum
sviðum. Hitt er einnig viðurkennt, og kom mjög skýrt fram í
rseðum og erindum þingfulltrúanna, að sérstök tímabil í þroska-
ferli einstaklingsins væru honum hættulegri en önnur í þessu
12