Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 42
Frá Æskulýðsþingi Stokkhólmsstiftis 1958,
(Æskulýðsþing Stokkhólmsbiskupsdæmis var haldið um mánaða-
mótin okt. og nóv. s. ]. Við hjónin vorum þá stödd í Stokkhólmi og
nutum þeirrar ánægju að vera gestir þingsins. Kirkjuritið hefir beð-
ið mig að segja iesendum sínum frá þinginu. Frásögn sú, sem hér fer
á eftir, er fremur síðbúin, og biðst ég afsökunar á því. — E.S.)
Laugardaginn 1. nóv. s. 1. var Allra heilagra messa. Sú helgi
er mikil hátíð í Svíþjóð. Byrja hátíðahöld stundum kvöldið fyr-
ir hátíðina með messu, tíðagerð eða öðrum kristilegum sam-
komum í sumum kirkjum og safnaðarhúsum. Hámessur fóru
fram í öllum kirkjum báða dagana, laugardag og sunnudag.
Æskulýðsráð Stokkhólmsbiskupsdæmis valdi þessa hátíð að
þessu sinni til þess að halda ársþing sitt. Var þetta mjög hent-
ugur tími, því að unga fólkið hafði frí úr vinnu og skólum frá
föstudegi til mánudags.
Þingið hófst með guðsþjónustu í St. Göranskirkju föstudags-
kvöldið 31. okt., og lauk því á sunnudagskvöld 2. nóv. í æsku-
lýðshöll biskupsdæmisins í Graninge, sem stendur á undurfag-
urri smáey skammt austan við Stokkhólm, þar sem Málaren
og Eystrasaltið mætast.
Guðsþjónustan í St. Göranskirkju var mjög eftirminnileg og
hátíðleg. Kirkjan er gömul, en nýlega endurbætt og skreytt
mjög fagurlega. Messan hófst á venjulegan hátt með forspili og
sálmasöng. Síðan flutti pastor primarius, Olle Nystedt, ávarps-
orð og prédikun til æskulýðsins. Pastor primarius er mjög
virðulegur öldungur, sem lengi hefir verið forystumaður í hin-
um kirkjulegu æskulýðssamtökum. Hann var nú forseti þessa
þings og kvað það vera í síðasta sinn, sem hann stjórnaði
æskulýðsþingi.
Á eftir ræðu hans fór fram helgileikurinn „Sælir eru mis-
kunnsamir'1. Bakgrunnur leiksins og uppistaða er dæmisaga
Jesú: Miskunnsami Samverjinn. Sýnir hann nútímamanninn í
ræningjahöndum, þ. e. í f jötrum þeirra afla, sem leitast við að