Kirkjuritið - 01.04.1959, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 159
hann kvað áður en hann druknaði — ungur, ókvæntur og barn-
laus:
Þótt ég seinast sökkvi í mar,
sú er eina vörnin,
ekki kveinar ekkjan par
eða veina börnin.
Ég hefði ekki orðað þetta, ef mér virtist það ekki því miður
leiða hugann að næsta óhugnanlegu fyrirbæri, sem ef til vill
hefir aldrei verið algengara í álfu vorri en nú á tímum. Það er
þessi ákveðna og markvissa ákvörðun margra að loka sig inni
í skel efnishyggjunnar, og þrengja þar með sjónhring sinn al-
veg herfilega. Menn vantar ekki rökin fyrir því. Það er gert í
nafni vísindanna. En hvað eru vísindin? Eru þau ekki svo-
kölluð reynsluvísindi ? Vér sláum því föstu, að hitt og þetta
gerist vegna þess, að það hefir svo og svo oft borið við. Það
er síður en svo, að allir þurfi að hafa séð það og þreifað á því.
Vér tökum miklu oftar aðra trúanlega í þeim efnum. Menn,
sem vér treystum, að hafi þessa reynslu. Þetta er nákvæmlega
eins um drauma þá, sem hér um ræðir. Það er engin skyn-
samleg ástæða til að neita að fallast á staðreynd þeirra, frekar
en tilvist manna, sem vér höfum aðeins áreiðanlegar sagnir af,
eða lýsing sjónarvotta á fjarlægu landi, sem vér höfum ekki
sjálf komið til.
Menn, sem neita þessari staðreynd, gera það af því einu, að
þeir vilja ekki láta brjóta neitt skarð í þann efnishyggjumúr,
sem þeir hafa hlaðið í kringum sig. Þeim er farið á sama hátt
og bókstafstrúarmönnum, sem óttast, að ef eitthvert atriði í
Biblíunni er ekki tekið bókstaflega, t. d. syndafallssagan, eða
jafnvel vefengt, að Móses hafi skrifað allar þær bækur, sem
við hann eru kenndar, þótt þar sé m. a. sagt frá dauða hans,
— þá sé allt í voða. Sjálf guðshugmyndin, eða jafnvel jarðvist
Jesú Krists.
Svona langt eru postular efnishyggjunnar búnir að leiða
fjöldamarga.
Þetta er ekki sagt í neinu ásökunarskyni, heldur aðeins
varnaðar. Þegar ég var barn, las ég í náttúrufræðinni, að
moldvarpan væri blind að kalla, af því að hún lifði mest í mold-
inni. Andleg blinda getur sannarlega verið áunnin, — og er það
jafnan meira og minna á öllum sviðum og með oss öllum. En