Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1967, Síða 32

Kirkjuritið - 01.03.1967, Síða 32
126 KIRKJURITIÐ Dauðinn mundi ekki framar til vera. J'aifíin þjóS mundi frani- ar reiða sverð að annarri þjóð. Ljónið mundi leika sér með lambinu. Guð mundi sjálfur búa á meðal þeirra. VonbrigSin. Því stórkostlegri sem vonirnar eru, því ægilegri verða von- brigðin. Og því meiri verður gremjan og lieiftin, þegar allt fer ekki eftir vorri eigin áætlun. Hverjum cr svo kennt um? Venjulegast þeim, sem vonirnar vakti, bonum sem brá upp Iiinni skínandi mynd af framtíðar- landinu og vísaði veginn, þó að menn veili þeim þætti boð- skaparins minni albygli. Allir vilja komast inn í þúsund ára ríki friðarins og aHs" nægtanna. En vilja þeir leggja á sig erfiðið og fórnina, starfi^ og stritið? Vilja þeir fara yfir eyðimörkina, þola liungur og Jiorsta, brennandi liita dagsins og nístandi frost næturinnar ? Vilja þeir ryðja veginn inn í guðsríkið og vera með í }>ví að skapa J>að? Minn GuS, hví yfirgafstu mig? Aldrei sagði Jesús lærisveinum sínum, að sigurgangan munJ1 verða auðveld og vegurinn blómum stráður. Hann sagði þein1’ að Mannssonurinn mundi verða margt að líða, áður en ban11 birtist í dýrð sinni. Ekki er nóg að láta brífast af liugsjónum. Vcr Jmrfum b'k!1 að liafa Jmlgæði til að lifa eftir þeim. Fullkomið og fagurt mannlíf kostar mikla ástundun. Kaupmaðurinn, sem fa11,J bina dýru perlu, varði til J>ess allri eign sinni að kaupa lian;1, Ríki unglingurinn tímdi ekki að verja fé sínu til að eig»ast eilíft líf. Þeir, sem vilja vera í förinni með Jesú þurfa að ver*1 reiðubúnir að fórna öllu, annars svíkja þeir bann á föstudag' inn langa. Og það er ekki nóg að liafa trúarlegar tilfinningaf’ dást að Jesú og kenningum ltans. Því síður gagnar það a^ játa, að liann sé Guðs sonur og samþykkja alla trúarjátninguna- Þetla gagnar ekki minnstu vitund, ef vér förum ekki eftir þvJ’ sem liann bauð, sýnum ekki trú vora í verki.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.