Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 10
4 KIUKJUItlTIÐ trúar, langar mig til að lmgleiða hvort þessi skoðun á sér nokkur ítök eða gildi í hugum manna nú á dögum. Leiðindunum og örvæntingunni, sem ríkti á hnignunarskeiði rómverskrar menningar fylgdi óhjákvæmileg lausung í sið- ferðilegu tilliti. Einnig lineigð til rangsnúins ofheldis, kynæði og eiturlyfjaórar. Þá vakti þessi kristna lífsskoðun nýtt vonar- ljós, nýjan lifsfögnuð sakir þjónustunnar í þágu eins og alls, þar á meðal þrælanna, þeirra jafnvel fyrst og fremst. En hefur liún nokkiið upp á að bjóða á okkar tímum, sem svipar svo óliugnanlega mikið til hinna fyrrnefndu? Það er spumingin, sem brýzt um í huga mínum. En ég get að sjálfsögðu ekki svar- að henni eins og Páll og postularnir gerðu. Þeir voru í farar- broddi, við rekum lestina. Ég er tuttugustu aldar harn eins og þið, sírýninn og hold- lega sinnaður. Einkennilega blendinn. 1 aðra röndina ofsa- trúaður á vissa liluti eins og vísindi og auglýsingar. (Ef þér kynnuð að renna augunum yfir auglýsingarnar í litmynda- fylgiritunum, myndi þar blasa við yður vottur meiri trúgirni en nokkur töframaður í Afríku getur fagnað). 1 liina röndina erum vér svo brjálæðislega efagjarnir, að ólæsir skóladrengir og hálfbakaðir háskólastúdentar blása með fyrirlitningu á ályktanir, sem mestu hugsuðir og göfugustu andans menn menningar vorrar — eins og Pascal og Tolstoy — töldu sjálf- gefnar. Þetta er vandi vorrar aldar. Lát mig því í sönnum tuttugustu aldar stíl bvrja á neikvæðu hliðinni og nefna það sem ég tel óhjákvæmilega dauðadæmt og fjarstætt varðandi lífshætti vora. Hvernig getur nokkur, nema þá stöku já - [irestar, deildar- forseti við Kingháskóla, eða ungverskur liagfræðingur, trúað því í fullri alvöru, að það leiði til varanlegrar farsældar mannkynsins, ef vér höldum fram eins og nú horfir: framleið- um meira og eyðum meiru og meiru árlega með tilstilli sí æðislegri áróðurs fjölmiðlunartækjanna, en liorfum sam- tímis upp á, að sívaxandi liluti mannkynsins verði hungraðri og hungraðri, og húi við allsleysi. Og vér verðum æ máttugri að því er varðar tæki til að mala oss og jörðina mjölinu smærra, samtímis því, að vér erum meira og meira á nálum vegna alheims kjarnorkustyrjaldar. Komumst æ hraðar og

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.