Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.01.1969, Qupperneq 26
20 KIKKJUKITID Vísað til allsherjarnefndar. Nefndin lagði til, að tillagan yrði svoldjóðandi: Kirkjuþing lialdið 1968, beinir þeim eindregnu tilmælum til þjónandi presta þjóðkirkjunnar, sóknarnefnda og safnaðar- fulltrúa, að helgiliald kirkjunnar verði rækt eins ýtarlega og lög og tilskipanir þar að lútandi mæla fyrir um, enda sjái kirkjustjórn um, að viðkomandi aðilar fái í liendur fyrirmæli um starfssvið sitt. Jafnframt treystir Kirkjuþing |>ví, að prófastar í umboði biskups sjái til, að helgihaldið sé virt og rækt og vandi um, ef út af er brugðið. Við 2. umræðu komu fram breytingartillögur um orðalag: I stað orðsins „helgihald“ komi „guðsþjónustuhald“, og niður- lag tillögunnar hljóði svo: „ .. . að guðsþjónustur séu ræktar, og vandi um, ef út af er brugðið“. Þessar breytingartillögur voru samþykktar og ályktunin síðan samkvæmt tillögu allsherjarnefndar. 8. mál Tillaga til þingsályktnnar Flutningsmaður sr. Gunnar Árnason Kirkjuþing 1968 telur æskilegt að biskup íslands semji og sendi prestum nýtt erindisbréf um verkefni þeirra vegna gjör- breyttra þjóðfélagshátta. Vísað til allshrejarnefndar. Álit hennar var svohljóðandi: Kirkjuþing telur brýna nauðsyn á, að næsta prestastefna taki til rækilegrar athugunar og umræðu starfsgrundvöll og verksvið presta þjóðkirkjunnar vegna gjörbreyttra þjóðfélags- hátta. Þessi tillaga var samþykkt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.