Kirkjuritið - 01.01.1969, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.01.1969, Blaðsíða 36
30 KIKKJUIllTIÐ því að flytja iim fagmenn í öllum greinum og það tekur (lrjiig- an skerf af okkar alltof litla gjaldeyri. Þriðji erfiðleikinn er sá, að fjármagnsskorturinn neyðir okkur til að taka sífelld lán gegn vöxtmn erlendis og það er enn erfiðara af því að við neyðumst oft til að nota hið erlenda lánsfé til að bæta úr al- mennum lífsnauðsynjum þjóðarinnar, í stað þess að verja því til fyrirtækja, sem fljótt skila arði. Fjórði erfiðleikinn er sá, að okkur er ráðlagt að slaka á gjaldeyriseftirliti til að fá erlent fjármagn inn í landið. Hins vegar koma erlend fyrirtæki oft inn í landið næstum tómhent. Þar geta þau sett á stofn arð- bær fyrirtæki að mestu leyti með yfirdráttarviðskiptum við hanka, sem reknir eru með erlendu fjármagni. Þannig geta þau grætt stórar uppliæðir á okkar rýru auðlindum. Fyrst greiða þau lán sín og síðan senda þau gróða sinn til þeirra þróuðu landa, sem þau koma frá, og skilja okkur eftir enn fátækari. Þessi erlendu fyrirtæki mennta ekki okkar fólk í iðngreinum sínum og markmið þeirra virðist vera að skilja okkur eftir sem minnst verðmæti. Þannig erum við lijá flestum erlendum fyrirtækjum eins og veiðivatn, þar sem liið litla fjár- magn, er þeir konm með, verður ekki annað en beita á öngli þeirra. Þetta er liin nýja nýlendustefna. Hann benti á að svipuð útkoma væri á bankaviðskiptunum við erlend ríki. Tahli hann því vonlaust að þróunarlöndin gætu nokkurn tíma náð sér upp með því að reka iðnað „á venjulegan liátt“, eins og kallað er á Vesturlöndum. Það við- skiptaform, sem þróaðar þjóðir geta liaft gott af lientaði ekki hinum örfátæku þróunarþjóðum. Þannig er þeiin, sem þegar eiga, gefið meira og frá liinum fátæku er tekið af lágmarks nauðsynjum þeirra til að borga liinum ríku. Þetta er óheilla- vænlegt fyrir efnahagsþróun tveggja þriðju hluta mannkynsins. Hann taldi að fjármálakerfi nútímans gæti ekki leitt til ann- ars en vaxandi fátæktar þróunarlandanna og aukinnar auð- myndunar hinna. Þessi þróun útilokar að friður og öryggi geti haldizt í heiminum sagði liann. Eina leiðin er því sú, að skipu- leggja frá grunni nýtt viðskiptakerfi með hag allra þjóða fyrir augum. Það verður að grundvallast á pólitískum góð- vilja og siðferðilegu réttlæti, sem virðir mannréttindi öllum til handa. Hann rökstuddi mál sitt með mörgum dæmum og lauk máli sínu með þessum orðum: Vér, þjóðir heimsins, ríkis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.