Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 38

Kirkjuritið - 01.01.1969, Page 38
32 KIRKJURITIÐ Ef kirkjan verður stirðnuð stofnun en ekki trúboðsfélag eins og í öndverðu, liefur hún einangrað sig og óhlýðnast boðuni Krists, að dórni kardínálans. Honum finnst upplaunarástand æskunnar og sinnuleysið um andleg mál næsta ískyggilegt ásamt mörgu fleiru. Hann vill því undirstrika óánægju sína með ríkjandi ástand innan kirkjunnar og benda á framtíðar- leið með því að gerast trúboði meðal liinna bágstöddu. Hann vonar að þeir, sem skilja ekki röksemdir hans, skilji þjónustu lians. „Kardínálatignin á ekki að varna neinum að gera góðverk.“ Á undanförnum árum liefur Léger komið á mörgum umbót- urn innan stiptis síns. Hvatt leikmenn til að leysa frá skjóð- unni um skoðanir sínar á kirkjunni og gerast virkari þátttak- endur í söfnuðunum en þeir almennt eru. Hann befur líka stutt kröftuglega stjórnmálalegt frjálslyndi og þjóðfélagslegar umbætur. Hann befur unnið sér mikla liylli meðal menntamanna og alniénnings, en líka bakað sér beizka andúð ýmissa aftiirlialds- seggja. Hin fyrrgreinda ákvörðun liefur nú bafið liann til enn meiri vegs en áður. Ingemar Glemme hefur verið ráðinn sem prestur að sænska sjónvarpinu. Hann er maður á bezta aldri og einn af kunnustu klerkum Svía. Að loknu guðfræðiprófi var liann í sjö ár starfsmaður við Vdr Kirka og gat sér þar gott orð fyrir víðsýni og áhuga og rit- færni. Undanfarið hefur hann verið prestur í Spanga. Samstarfsinaður Ingemars við sjónvarpið er séra Gunnar Dalimén. Hafa þeir margt í liyggju varðandi framtíðina. M. a. kveðst Ingimar Glemme hafa áhuga á eftirtöldu: — Að gera grein fyrir því livaða álirif ákveðin trúarreynsla bafi á mannlífið. — Taka upp vitnisburð vakningarmanna, þ. e. a. s. fá fólk til að skýra frá ávöxtum trúar sinnar. Stofna til nýs viðræðuforms milli nafnlausra einstaklinga. — Lýsa áhrifamönnum á trúmálasviðinu. — Skýra frá staðreyndum um sálarlífið, með dæmum í orði

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.