Kirkjuritið - 01.01.1969, Síða 40

Kirkjuritið - 01.01.1969, Síða 40
34 KlliKJUKITIÐ láta slíkar auðlindir sem jarðhitinn er að miklu leyli ónotaðar á þessum tímum, þegar allir barma sér og lirópa í einum kór, að nú velti mest á því, að húa að sínu, en spara erlendan gjald- eyri og draga úr fjárflutningi út úr landinu. Þetta er svo mikið og aðkallandi þjóðþrifamál að ég get ekki um það þagað. Enda varða hagsmunamál og velferð almenn- ings sannarlega kirkjuna. Hornsteinn heilbrig&ar menningar Eftirfarandi ummæli Dwight D. Eisenhovers eru tekin úr grein í Readers Digest: „Ég vil að lokum lýsa yfir þeirri bjargföstu sannfæringu minni, að liver sem ríkjum ræður í Hvíta liúsinu, livort liann er íhaldssamur, frjálslyndur, eða þar mitt á milli, liafi sér- staka skyldu við þjóðina. Forseti Bandaríkjanna á augljós- lega og óbifanlega að fylgja því fram, sem rétt er og lieiðar- legt, hvort lieldur í stjórn, á fjármálasviðinu eða í borgara- legu h'fi. Því að heiðarleiki er liornsteinn heilbrigðrar menn- ingar. Siðlaus þjóð býður heim sínu eigin liruni.“ Engin kirkjusaga er fáanleg á íslenzku, sem hentar til kennslu í unglinga- eða æðri skólum síðan Kirkjusöguágrip V. V. Snævarrs þraut á markaðinum. Þetta er livorki vanzalaust né verjandi. Sannast sagt er unga fólkið næstum ótrúlega fáfrótt hæði um Ritning- una og sögu kirkju og kristni liérlendis og erlendis. Sumuni kann að finnast það skipta litlu máli. En ekki neinum sem liafa áliuga á að kristin liugsunarliáttur og líferni blómgist betur í landinu. Og því verður ekki neitað að kirkjan liefur fram að þessu komið svo mikið við sögu þjóðarinnar, að ekki sæmir söguþjóð að leggja þann ]iátt á hilluna samtímis því að fræðslan er aukin á öllum öðrum sviðum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.