Kirkjuritið - 01.01.1969, Side 50

Kirkjuritið - 01.01.1969, Side 50
44 KIRKJURITID um að hinum inegin einhvern tíma síðar mun náttúran hafa gætt ykkur skilningarvitum þeim, er þið' getið greinl Jiað með, er mest liggur ykkur nú á lijarta, og þó að þá komi nýjar hvatir, þá munuð þið þó alltaf verða sælli, eftir því sem þið getið orðið varari við uin- heiminn í mörgum myndum.“ Einstaka sinnum fellir Jóhann mál sitt í stuðla og eitt hréfið er allt í ljóðum, en það skrifar liann í tilefni af harnamissi hróður síns og lýkur því svo: „En vinur, nú trúi ég og treysti því, að til sé sú vera eða kraftur á hæðum, er styrki okkur, duftkornin, stormunum í og stríðið og sorgirnar hlamli með gæðum, og þegar vér biðjum, þá þokumst vér nær og þess vegna vex okkur kraftur í æðum, en biðjum vér altlrei, þá herumst vér fjær. Blessi þig vinur minn, faðir á hæðum.“ Manni þvkir vænt um kverið að lestri loknum. Dante Alighieri: TÓLF KVIÐUR ÚR GLEÐILEIKNUM GUÐDÓMLEGA (La Divina Commedia) GuSmundur Böhvarsson íslenzkaiH. Myndir eftir Sandro Bolticelli. Bókaútgáfa Menningarsjófis 1968 Það er ærið frásagnarvert og gleði- legt að íslenzkur bóndi, (sem er virðingarheiti í mínum huga), skuli verða til að glíma við Dante og þýða hluta hins „ódauðlega“ lista- verks hans á íslenzku með þess eigin braghætti. Dante var ítalskur, fæddur 1265 en dó í Ravenna 1321. Gat hann sér mikla frægð í lifanda lifi, sem var mjög stormasamt sakir horgarastyrjaldar, sem þá geisaði í átthögum hans og hann flæktist í. Og fram á þennan dag er hann tal- inn með alfremstu höfuðskáldum. Efni leiksins er lýsing höfundar á því, er liomiin auðnaðist það undur að kanna þá þrjá höfuð- heinia, sem menn töldu í þann tíð vera handan dauðans. Fer hann fyrsl í fylgd Virgils, fornskáldsins mikla, um Víti og Hreinsunareld- inn. En síðast leiðir Beatrice hann um Paradís. Virgill var það skáld, sem Dante dáði mest og Beatrice konan, sem hann unni og dáði frá harnæsku, auðnaðisl ekki að njóta, en gerði liann að því skáldi, sem hann var, og hóf hann þannig á tind frægðar- innar. Efni þessa meistaraverks verður ekki rakið hér, enda satt hezt að segja er það svo viðamikið af alls konar hugmyndum og svo ótal margir leiddir fram á sviðið, að enginn nýtur þess fyllilega án mik- illa hjálpargagna. Seint yrðu þær liækur taldar sem um það liafa verið ritaðar fyrr og siðar, hæði til útskýringar á trúarlærdómnum, sem að haki þess liggja og til kynning- ar á mönnunum, sem Dante kveðst liafa horið kennsl á, á ferð sinni. Er liann ófeiminn við að geta þess að jafnvel páfar fyrirfundust í Víti, en margur lítt eða ekki þekktur i Paradís. Ein af nýjustu hókunum um þetta efni er Frán Helvetet till Paradiset, sem Olof Lagercrantz

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.