Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Side 25

Kirkjuritið - 20.07.1969, Side 25
Séra Stanley Melax Minning Hinn 20. f. m. andaSist á lieimili sínu Ljóslieimum 4 hér í iieykjavík séra Stanley Guðmundsson Melax fyrrverandi sókn- arprestur að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Kom andlátsfregn ^ans stéttarbræðrum hans og vinum mjög á óvart, því að ekki liafði lieyrzt, að liann hefði verið að undanförnu veikur, enda liafði svo ekki verið. Veiktist liann snögglega skömmu eftir hádegi föstudaginn 20. júní. Kom læknir til lians strax að heita mátti og var yfir honum en gat ekkert að gert og að Geini stundum liðnum var hann látinn. Svo örstutt var bilið milli blíðu og éls í þetta sinn. Séra Stanley var fæddur 7, des. 1893 að Laugalandi á Þela- mórk í Eyjafirði. Voru foreldrar lians Guðmundur húfræðing- llr Jónsson hreppstjóra á Laugalandi Einarssonar og unnusta hans Guðrún Oddný Guðjónsdóttir frá Syðri-Fjalli í Aðaldal. Er séra Stanley var á þriðja ári andaðist faðir hans snögglega °S var það skömmu áður en þau hugðust ganga í lijónaband. Jf afði séra Stanley eftir það ekkert að segja af föðurfólki sínu. -'lóðir hans Guðrún Oddný var af liinni svokölluðu Buchs ætt.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.