Kirkjuritið - 20.07.1969, Page 30
316
KIRKJURITIÐ
Þegar kom fram á 20. öldina varð nokkur breyting á skoðun-
um meðal mótmælenda, þótt liin fyrri túlkun, sem lýst hefur
verið, ætti enn miklu fylgi að fagna. Einkum kom breytingin i
ljós eftir heimsstyrjöldina fyrri og því meir færðist ný fram-
setning í aukana sem nær dró síðari heimsstyrjöldinni. — í
stað sálfræðilegrar viðmiðunar, einstaklings og persómifrelsis,
kom guSfrœ&ileg vi&mi&un. Hið sérstæða í mótmælendastefn-
unni var talið felast í því að bverfa frá guðfræði liinna góðu
verka, sem ávinna manninum velþóknun guðdómsins, til guð-
fræði réttlætingar af trú, sem boðar manninum fyrirgefningu
guðdómsins. Mannimim er ekki mögulegt að frelsa sig sjálfur,
sii hugmynd er blekking og tál, — sá Gttð sem krefst af mann-
inum algers réttlætis, er harður og fjandsamlegur Guð, ekki sa
Guð, sem Kristur birti og boðaði. — Túlkendum þessa skiln-
ings á mótmælendahreyfingunni var sérstaklega hugsað til
þeirra atburða í lífi Marteins Lutbers, er hann æddi um sali
í Wittenberg og hellti úr skálum reiði sinnar yfir þann fals-
guð, sem lieimtaði að menn áynnu sér sjálfir réttlæti sitt og
frelsun.
Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur enn orðið breyting a
tiilkun og viðborfum í herbúðum mótmælenda og gætir þesS
alveg sérstaklega á allra síðustu árum, einkum frá árinu 1963.
Hvorki er þá um sálfræðilegan eða guðfræðilegan skilning
ræða heldur hvílir nvi áherzlan á binu siSfrœSilega. Fonnff'b
endur liins nýja viðhorfs fullyrða: Kjarni mótmælendastefn-
unnar var uppliaflega og er ennþá einn og liinn sami, þ. e'
að vísa mönnunum veg frá klaustrinu til veraldarinnar, fríl
hinu innilokaða og örugga til liins opna og óvissa. Sannur niot'
mælandi hefur enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð. Hans vett-
vangur er veröldin, liinn annasami og órólegi miðstéttarheinn11
með binum nýju ólgandi háskólum, mótmælum stjórnniák1'
lífsins. ■— Staður mótmælenda er við ldið nóungans, hann el
ekki lokaðnr inni með Guði sínum í helgum húsum eða nyto1
kyrrðar helgra staða. Meira að segja er mótmælandi nútínians
sannfærður um, að svo erfitt sem er að finna Guð í annríki °r
>V
amstri veraldarinnar er enn þá erfiðara að finna liann í kyrr'
og liljóðleika þeirra Iielgidóma, sem menn skapa sjálfir °r
loka Guð sinn inni lijá sjálfum sér.