Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Side 32

Kirkjuritið - 20.07.1969, Side 32
KIRKJURITIÐ 318 leg liugtök, kerygma, fagnaðarboðskap og hermenevtik, túlk- unarfræði. — Þetta viðliorf sækir einnig inntak sitt og aðal- hugmyndir til Evrópu, eins og liið íhaldssama viðhorf mót- mælenda, en af forsvarsmönnum þess er Þjóðverjinn Rudolf Bultmann tvímælalaust áhrifamestur. — Áhugi og athygh fylgjenda þessa viðhorfs beinist einkum að Nýja testamentinu, sérstöðu þess í trúarbókmeimtum veraldar og þá, að því ser- staklega að Nýja testamentið gefur til kynna að mikill og sérstæður samruni austrænna og vestrænna trúarhugmynda og trúarreynslu hefur átt sér stað og er forsenda kristindómsins, skilnings og túlkunar Nýja testamentisins á Jesú Kristi, per- sónu hans og lijálpræðisverki. Af þessum sökum verður öll trúarreynsla í austri og vestri hin mikilvægasta og varpar 1 jósi á skilning nianna og túlkun á undrinu, en undriS er að skoðun forsvarsmanna þessa viðliorfs upphaf og forsenda allrar trúar. — En Ijúka þarf upp frásögum Biblíunnar, lil þess að undrið komi í ljós, fagnaðarboðskapurinn, en til þess þarf að leggja höfuðáherzlu á túlkunarfræði, liermenevtik -— Túlkendur þessa guðfræðiviðhorfs liafa lítinn áliuga á samræmingu kenn- ingarinnar og hinn eini og rétti tónn líturgigunnar er þeun lítils virði. Þriðja guðfræðiviðhorf mótmælenda er að vissu leyti enn frjálslyndara. Forsvarsmenn þess leggja aðaláherzlu á að rjúfa einangrun guðfræðinnar, liætta að líta á guðfræði sem alger- lega sérstæða grein, sem livorki geti eða megi liorfa til annarra fræða, að fá leiðbeiningu og aðstoð. — Hér er farið öfugt að. Guðfræði er ekki þrengst allra fræða og takmörkuðust, lieldur þvert á móti víðfeðmust og þá uni leið eiga túlkendur liennar að vera víðsýnastir allra manna og frjálslyndastir. Til þess að þeir geti orðið víðsýnir og frjálslyndir þurfa þeir að kunna skil á öðrum fræðum, sem eru að vissu leyti forsendur guð' fræðimiar. Þar eru þrjú fræði mikilvægust, þ. e. náttúruvísind- in, sálarfræðin og heimspekin. Guðfræðingurinn þarf að vita nokkur deili á alheiminum, sálarlífinu, en þó alveg sérstaklega á hugsuninni, lögmálum hennar og sérkennum. — Takist guð- fræðingnum að afla sér almennrar en traustrar undirstöðu- menntunar í umræddum greinum, mun guðfræðin að nýju hverfa að viðfangsefnum þeirra stórbrotnu fræða, sem kenndu sig við metafysik, þ. e. taka að glíma aftur við þær gátur, seffl

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.