Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 20.07.1969, Qupperneq 38
Gunnar Árnason: Pistlar MannúS Oft er mikið af því lálið, að mannúðin sé ólíkt meiri og al* mennari nú en áður. Þá er m. a. á það miunt að niðursetningar og lireppaflutningar eru, Guði sé lof, úr sögunni, og sett hefur verið víðtæk tryggingarlöggjöf, sem seint verður of metin- Sumir vilja segja að liún sé á engan liátt af kristnum rótuin runnin, sýni þvert á móti, að á „þessurn trúleysistímum ])Iómstri mannkærleikurinn og umhyggjusemin fyrir náungan- um eins og sólvermdur skrúðgarður. Sú fullyrðing að við íslendingar séum ekki lengur neitt verulega mótaðir af kristilegum áhrifum, er sem betur fer ærið liæpin. Og gott er líka til þess að vita, að fyrri kynslóðir voru ekki mjög harðbrjósta. Sannleikurinn er sá að þjóðskipu- lagið var allt annað og lífsaðstæðurnar. Sum mannúðardænun frá fortíðinni eiga sér ekki mörg dæmi nú. Ég veit það af eigin reynd, að fyrir fáeinum áralugum áttu ekki aðeins aldraðir foreldrar, lieldur hrumir og öreiga em- staklingar öruggt skjól á heimilum, sem enginn mundi kalla rík. Og ef um fátækrastyrk var að ræða, var liann skorinn svo við nögl, að ekki varð á houum liagnazt. 1 eftirmælum sínum um Maríu á Knútsstöðum segir Guð- mundur á Sandi: þeir verða ekki taldir, sem viku að hennar garði. Og: Um það, sem gaf liin liægri, hin vinstri vissi ei liót; þeim vegmóðu og snauðu í dyrum tók hún mót. Með gestrisninnar einlægni saðning gaf liún svöngum og svalaði liinum þyrstu af næsta litlum föngum. Og um gjald var náttúrlega aldrei að tala.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.