Kirkjuritið


Kirkjuritið - 20.07.1969, Side 44

Kirkjuritið - 20.07.1969, Side 44
330 KIRKJURITIÐ hafi verið liræðileg blindni og hörmulegt glappaskot. og ekkert nema skömmina upp úr því að hafa. En okkur ferst ekki að gerast dómarar þessara óhappa* manna. Við gætum ekki svo vel verðmætanna, né vökum svo a verðinum, að sumt fari ekki í súginn, sem ekki verður endur- heimt. Aldrei liefur sannazt betur en nii að flest er falt fyrir peninga, og ekki liorft í margs konar eyðileggingu, ef einhver von er um stundargróða. Miklar umræður og ráðagerðir liafa verið um það undan- farið að auka Laxárvirkjun með því að liækka í Laxá og grípa einnig til annarra aðgerða, sem kynnu að liafa ófyrirsjáanleg áhrif á Mývatn. Þetta mundi leggja Laxárdal í eyði, sökkva Laxárhólmum utan við Helluvað og ef til vill spilla Mývatni á þann veg að fækkaði silungi og fuglum. Nauðsyn þessa getur þó ekki verið ýkja mikil. Næg orka I il geysistórra virkjana skammt undan, hæði í Norður-sýslunni og austur á Héraði. Og liver veit, nema kjarnorka leysi rafmagnið fyrr en varir af hólmi? Verði Mývatnssveit — perlu landsins — ekki þyrmt, sannast að það herindarverk verður síðar talið meðal þeirra verstu. Eitt af þeim, sem engir vildu unnið liafa, og ekki verður fyrir- gefið. Þótt kannske sé aðeins um að ræða ráðagerðir og áætlanir slíkra liluta, er það svo ægileg speglun efnis- og auðhyggju nú- tímans, að hún ætti að þykja blöskranleg. Þjóðin getur ekki verið svo heillum liorfin að önnur eins óhappaverk eigi sér stað. Ekki skyldi dæma menn eftir skoð'unum þeirra, heldur Jiví hvaða áhrif skoðanir þeirra hafa á þá sjálfa. — Georg Christoph Lichtenberg Enginn fugl flýgur of hált, ef hann herst á eigin vængjum. — WiUiam Blake Vonin er góður morgunverður en lélegur miðdegisverður. — Francis Bacon

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.