Kirkjuritið - 01.06.1973, Side 16

Kirkjuritið - 01.06.1973, Side 16
Lítiö eitt um Staö í Grindavík og fáeina presta Staðarkirkju og prests er fyrst getið í Vilchinsmáldaga árið 1 397. Orm- ur hét hann, fyrstur heimilispresta, er varðveitti kirkju og ábyrgðist kirkjufé. Staðarkirkja átti árnaðarmenn marga, því að hún var með Guði vígð sœlli Maríu, Jóni postula, Stefáni (frumvotti) Ólafi kóngi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrinu meyju, fjórum rióttum eftir allraheilagra messu (1. nóv.). Staðarkirkja hefir sjálfsagt ekki verið talin sérlega ríkulega búin. Vilchin biskup í Skálholti nefnir í máldaga sínum, að Staðarkirkja eigi innan sig þrjár klukkur og bjöllur tvcer, þrjá krossa, og er einn þeirra af eiri, kaleik og kertastikur tvœr, tvö altarisklœði og tvœr altarisblœj- ur, tvcer kantarakápur og slopp. Maríuskrift (mynd), tjöld umhverfis sig, góð messuklœði með hökli af pelli, glóðarker og tlðabcekur árið um kring ásamt Dominicale og Commune de sanctis (þ. e. bœkur með messutextum fyrir sunnudaga og messudaga dýrlinga). Þótt ekki sé þetta langur listi miðað við margar aðrar kirkjur á þess- um tlma, þá er hér talið flest hið nauðsynlegasta. Síðar hafa önnur registur annarra biskupa rituð verið, og eitthvað annað þar upp talið I eigu Staðarkirkju, ekki alltaf jafnmikið. Það hefir farið eftir öldum og hcetti, efnum presta og safnaðar. Líklegt er, að Staðarkirkja hafi alla tíð verið gerð af torfi og grjóti allt til ársins 1836. Þá er reist timburkirkja, en sjá'lfsagt af vanefnum, þrátt fyrir töluverðan styrk sóknarmanna, að þess tíma hœtti, enda stóð hún skamma hríð. Hinn merkilegi prestur, séra Þorvaldur Böðv- arsson, sem kom að Stað árið 1850, lét reisa nýja timburkirkju, ramm- byggilega með tvöföldu timburþaki og staðgóðum grunnmúr. Hrósar biskup honum fyrir kirkjusmlðina og segir hann eiga ,,mestu þakkir fyrir". Síðastur presta á Stað var séra Brynjólfur Magnússon. Hann flutti frá Stað I Járngerðarstaðahverfið árið 1929. Staðarkirkja hafði 110

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.