Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 82

Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 82
ÞÁTTUR UM GUÐFRÆÐI ARTICULI CHRISTIANAE DOCTRINAE Um góðu verkin EFTIR MARTEIN LÚTHER Um fjórða boðorð Heiðra skaltu föður þinn og móður þína. Vér lœrum af þessu boðorði, að eng. in verk eru til betri eftir hin háleitu verk hinna fyrstu þriggja boðorða en hlýðni og þjónusta við alla þá, sem yfir oss eru settir. Þvi er og óhlýðni meiri synd en morð, óskírlífi, þjófn- aður, svik og allt, sem í því getur faI- izt. Því að greinarmun synda — hvaða syndir séu öðrum meiri — get- um vér hvergi séð betur en á röðinni á boðorðum Guðs. Að vísu er munur á verkum hvers boðorðs, því að hver er sá, er veit ekki, að verra er að bölva fólki en reiðast, verra að berja en bölva, verra að berja föður og móður en að berja annað fólk? Síðan kenna nœstu sjö boðorð, hvernig vér eigum að breyta við fólk með góðum verkum, og fyrst og fremst við þá, sem yfir oss eru settir. 1. Verkið er að heiðra föður og móður. Þessi heiður er ekki það eitt að sýna það í ytra látœði, heldur að vera þeim hlýðinn, hafa orð þeirrö og verk fyrir augum, hafa þau í há- vegum og meta þau mikils, láta þaU njóta réttar í því, sem þau bjóða, þol° með þögn, hvernig sem þau fara með oss, komi það ekki í bága við þriu fyrstu boðorðin; enn fremur skal sja þeim fyrir fœði, klœðum og húsnœð1' þarfnist þau þess, því að Guð hefe1' ekki að ófyrirsynju sagt: „Heiðro skaitu þau." Hann segir ekki: „Elsk' aðu þau," þótt svo skuli einnig verö- En œðra er að heiðra en þykja vaerit um einungis. Því fylgir ótti, sem sarri' lagast elskunni og kemur manninarr1 til að óttast meir að hryggja foreldr- ana en refsinguna. Því er líkt farið og um helgan dom- Vér heiðrum hann með ótta og flýiurí1 hann þó ekki eins og refsingu, heIdur þrýstum oss miklu fremur nœr. Slík ur elskublandinn ótti er hin rétta heiðr un. Hinn óttinn — án elsku — kemur fram gagnvart því, sem vér fyrirI og flýjum. Þannig óttasf menn böð' ulinn og refsinguna. Þá er ekki urri 176

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.