Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 78

Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 78
ert skúmaskot, þar sem hann lœtur oss í friði í rannsókn vorri. Samkvœmt holdtekningunni hefur Guð hafið inn- reið sína í þennan heim 1 Jesú fró Nasaret. Sem maður var hann sem aðrir menn og gekk inn í skikkan þ|óðfélagsins eins og hún er (A. Rich: Christliche Existenz in der industriell- en Welt). Só sem sér Krist, sér Guð og heiminn í senn; hann sér ekki leng- ur Guð aðgreindan fró heiminum (Bonhoeffer). í krossfestingunni geng- ur Guð inn í þennan heim með allri hans sundrungu og tekur ó sig sund- urlimun heimsins. Jesús er algerlega einmana ó krossinum. En ríki hans er heldur ekki af þessum heimi (Jóh. 18:36). Heimurinn, veröldin, sem vill vera sjálfráð, sjálfri sér nóg og þarf ekki á Guði að halda (sekúlarisminn) er á krossinum opinberuð að vera í þrœlsböndum, á valdi demónískra afla. Á krossinum kemur það I Ijós, að „staður" (locus) syndarinnar er alls ekki maðurinn-sem-maður og ekki heldur heimur mannsins, heldur mað- urinn-í-heiminum. „Krossfestur undir Pontíusi Pílatusi" er orðalag, sem sýnir samverkan einstaklingsins og stofnun- arinnar. Það er þetta „samspil", sem getur af sér hið illa. Það er í samleik þeirra, sem hið illa, syndin, kemur í Ijós. Hér er sem sé sýnt fram á, að hin eldri einstaklingssiðfrœði er ónóg. Félagssiðfrœðin gerir málið Ijóst. Upprisan birtir nýjan þátt málsins. Þar breytist allt. Drottinn er upprisinn: Drottinn hefur sigrað. „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu" (Matt. 28: 18). Drottinn, hinn upprisni, hefursigr- að innri mótsögn heimsins og manns- ins-í-heiminum, mannsins og stofun- arinnar. Sundurlimun heimsins hefur verið tekin á brott (Kól. 2:14). Guð hefur sœtt heiminn við sig (2. Kor. 5: 19). Er Jesús Kristur hefur verið játað- ur Drottinn, hefur heimurinn gjörzt sáttur við innsta grunn veru sinnar. Þá hefur ný sköpun átt sér stað (sbr. tengsl sköpunarstefsins og endur- lausnarinnar). Samsemd Krists með hinum hungruðu og soltnu hefur ver- ið játuð. Og hér fá kirkjan og heimur- inn nýja merkingu, þ. e. i krossfest- ingunni og upprisunni. KIRKJAN OG HEIMURINN Fyrst skoðar höfundur kirkjuna í Ijósi hinnar mýstisku líkingar Páls postula: hún er líkamlegt, áþreifanlegt tákn um herraveldi Krists í sögunni. Verk- efni hennar er þjónusta sáttargjörðar- innar í heiminum. Þannig er gjá milli „kirkjunnar" og „heimsins." „Heimur- inn" getur ekki orðið „kirkja". En um leið eru tengsl á milli. Kirkjan er salt jarðar. — Því nœst er heimurinn skoð- aður 1 nýju Ijósi sem hin endurleysta sköpun. Því er neitað, að heimsins skikkan sé einvörðungu sköpunar- skikkan. Hún er einnig endurlausnar- skikkan (Ordnung). (Hér hefði verið skemmtilegt, ef Lögstrup hefði verið dreginn inn ! umrœðuna). Heimurinn, sundrung hans, sundurlimun og innra ósamrcemi hefur verið brott numið a krossinum. Því skal gjalda heiminum jákvœði. (Þóttallir kynnu ekki að vera um þetta sammála, tel ég, að neitun þessa jafngildi því að vera ó-bibhu- legur og ó-evangelískur). 172

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.