Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 76

Kirkjuritið - 01.06.1973, Page 76
tveggja-velda—kenningu Lúthers. Gagnrýnendur halda því fram,aðmeð því að skipta sköpuninni, mannlegu lífi, gagngert í tvö svið, hið andlega og hið veraldlega, sé fagnaðarerindi Jesú Krists vœngstýft, þar eð það eigi þá ekki erindi við öll svið lífsins, eins og því var œtlað í upphafi. Rœðir höf. (prófessor Björn) þessi mál í þrem greinum: (a) herravaldi Jesú Krists yfir kirkjunni og heiminum, (b) þá ein- staklingssiðfrœði, sem fœðir af sér andvaraleysi um þjóðfélagið og loks (c) hina friðsamlegu sambúð hinna tveggja sviða eða velda í kenningu Lúthers um hina hinztu viðburði (esk- atólógíu). Þá rœðir höf. ýmsa nútíma siðfrceðinga eins og H. Thielicke (The- ologische Ethik), H. Gollwitzer (Die christliche Gemeinde in der politisch- en Welt), E. Wolf (Königsherrschaft Jesu Christi und zwei-Reiche-Lehre), T. F. Torrance (Kingdom and Church) og W. Dantine (Das Gesetz Gottes und die Gesetze der Menschen). Thielicke segir það megingallann á kenningu Lúthers, að hún sé í and- stöðu við Nýja testamentið. Gollwitzer telur að herraveldi Jesú Krists verði þokukennt í þessari kenningu Lúthers, og einnig spyr hann: hvað verður um söfnuðinn að skilningi Lúthers í þessu efni? Gagnrýni Wolfs hnígur mjög til sömu áttar. Torrance telur, að ríki Guðs verði ekki að veruleika í sögunni skv. Lúther. Höfundur bœtir við einu atriði: að sköpunin hefur verið rifin úr tengslum við endur- lausnina, en þau tvö stef eru óað- skiljanleg að skilningi Biblíunnar. Dantine fjallar um svipað mál og seg- ir, að þegar sköpunin hefur verið rifin úr tengslum við endurlausnina fái borgaralegt siðgœði (iustitia civilis) eða félagslegt réttlœti algert sjálf- stœði, og af þv! stafi mesta hœttan við þessa kenningu Lúthers. FYRSTA GREIN TRÚARJÁTN- INGARINNAR Kjarni málsins er sá, segir höfundui", að leitað sé að sambandi kristinnö1" trúar (iustitia christiana) og skipandr og stofnana þjóðfélagsins (iustitia ci>/' ilis). í fljótu bragði virðist tveggi0' velda-kenningin, einkum eins °9 henni var beitt eftir daga Lúthers, útiloka sambandið. Er fyrsta grein tru- arjátningarinnar rofin úr samheng1 við aðra greinina. En skilningur Nýi° testamentisins virðist ótvírœtt bygðl' ast á þeirri trú, að Kristi sé gefið cilh vald á himni og jörðu. Althaus virðist gera algera aðgrein' ingu milli skaparans og Krists, mi11' sköpunar og endurlausnar, milli frU„ festinnar við Krist og trúfestinnar vi manneskjuna. Verður þá félagsleð^ siðgœði án tengsla við kristna trU' Heckel (Im Irrgarten der zwei-Reici1®’ Lehre) andmcelir þessum skilningi hjcj Althaus, og sömuleiðis sýnir TörnvO fram á það (Andligt och várdsligt re9 emente hos Luther), að hjá Lúth®r sjálfum sé um skýlaus tengsl að ra3^0 milli kristinnar trúar og félagslegs si ^ gœðis, en þau hafi rofnað frá og ^, Melanchthon. Höfundur bendir á P athyglisverðu staðreynd, að sé unJ rœtt samband rofið, hljóti hið vero lega svið svo óskorað sjálfstœði, ö 170

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.