Fanney - 01.12.1905, Blaðsíða 42

Fanney - 01.12.1905, Blaðsíða 42
38 FANNEY. Hér lilaut eitthvað að búa undir. Mér þótli það slæmt, ef svo væri, því þó hún liel'ði nú raunar þvegið mér alt of mikið, og það í fjósinu, og verið alt of harð- lient, þegar hún var að kemba mér, þá vildi ég þó ekki að jóla- sveinarnir gerðu henni neitt ilt. En ég bjóst ekki við neinu góðu af þeim. Þegar ég var kominn í spari- fötin — nýju fötin — var ég skolli montinn og rigsaði fram og aftur um liaðstofuna, fram hjá fólkinu, sem var að þvo sér og búa sig. Jón gamli Torfi var kominn heim og lá aftur á bak uppi í rúminu sínu í frambaðstofunni og livíldi sín lúnu bein. Tröllin höfðu þá ekki náð í hann þetta jólakvöldið, sem betur í'ór. Þegar Ifogga systir mín var búin að afgreiða mig, fór hún sjálf að búa sig. Hún gerði það raunar ekki nema til hálfs, því liún ætlaði ekki að fara í beztu fötin sín fyr en daginn eftir, til kirkjunnar. Bogga var þá 18 ára og falleg stúlka og mér þótti vænt um hana, einkum ]>egar hún var vcl búin. Jólabelgin var byrjuð með löngum húslestri og sálmasöng, og það var dæmalaus kross fyrir mig að þurfa að liafa frið alla tíð á meðan. En ég var látinn silja hjá mömmu. Boggu var ekki meira en svo trúað fyrir því að halda mér í skefjum. Eftir liúslcsturinn var farið að skamta. Þá mátti ég nú vera hvar sem ég vildi, nema í búr- inu, því þar var ég fyrir mömmu; en þar vildi ég þó helzt vera, til þess að sjá hvað hver fengi. Eg varð því að láta mér nægja að liorfa á, þegar Bogga og ein vinnukonan voru að bera inn diskana. Á hverjum diski voru stór stykki af magálum, bringu- kollum, kjöti, sperðluin og rullu- pylsum, og ofan á því öllu saman var heil varða af laufakökum, 8—10—12 á hverjum diski. Og inn undir allan staíiann var svo stungið einu eða tveimur kertum. Mér fór nú að lengja eftir disk- inum mínuin, og mér var það óþolandi tilhugsun el' hann kæmi ekki fyr en seinastur. Eitthvað varð ég að hafast að á meðan. Eg labbaði þá ofan baðstofu- stigann. Hurðin stóð opin og birtuna úr baðstofunni lagði langl fram í göng. Eg fór á bak við stigann og ætlaði að standa þar og gera lfoggu bilt við þegar lnin kæini með næsta disk. Eg beið dálitla stund. Þá beyrði ég fótatak frammi í göngunum og sá óljóst votta fyrir manneskju, sem bar disk með stórum laufakökuhlaða. sem al- veg huldi andlitið. Alt í einu slanzaði hún og einhver manns- persóna, að mér sýndist, kom fram úr skugganum í göngun- um, talaði eitlhvað við liana i hljóði — lcysti hana svo remb-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.