Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1986, Side 13

Muninn - 01.05.1986, Side 13
ég get ekki trúað, það er svo fjarri mér, en... þú hefur eitthvað til þíns máls". "Ég þröngva engu uþþ á þig elskan. þú ættir að vera nógu vel gefin til að ákveða þig. En þér er frjálst að spyrja mig, þegar þú vilt. Þú ræður það við samvisku þína hve alvarlega þú hugsar um málið". "hað er einmitt það mamma. Eg veit í rauninni ekki hvort ég vil pæla. Ég er hrædd við að taka afstöðu. Gæti ég staðið við hana? Ég get ímyndað mér að það sé erfitt að segjast vera kristinn. Efastu aldrei mamma?" "Jú, það gera allir. En ef- ann get ég bælt niður með rök- ræðum við sjálfa mig. Það er auðvelt að finna rök gegn trú minni, draga fram setningar úr Biblíunni og mistúlka þær o.s.frv. En ég held ég muni aldrei afneita Jesú Kristi. Að fylgja honum byggist mest á trú, en það er líka rökfræði- legt. Ég vona að þú eigir eftir að læra að elska Jesú eins og ég. Það gerir manni svo gott. En þú verður sjálf að velja". "Já". Þögn. "Mamma, það var gott að tala við þig. Við ættum að gera meira af því. Ræða um hitt og þetta sem við erum að hugsa um. Góða nótt". "Góða nótt, elskan". Mamman sat brosandi eftir. Hún elskaði dóttur sína, en það voru fáar stundir til að sýna það. Það var rétt hjá henni, hugsaði mamman, við ættum að ræða meira saman. Tvær kynslóð- ir ræða saman eins og jafn- ingjar. Melkorka Thekla Ólafsdóttir Muninn 1?

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.