Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1986, Side 38

Muninn - 01.05.1986, Side 38
þetta væri eina rétta leiðin. Gaman væri að vita hvemig um- horfs var á þinum menntaskóla- árum. Já. M.A. var þá einn af þremur menntaskólum landsins, já eða fjórum. Verslunarskólinn hafði fengið rétt til að braut- skrá stúdenta, og svo voru M.R., langelstur, og Mennta- skólinn á Laugarvatni, lang- yngstur. Þegar ég kom i M.A. var þar fátt nemenda, liðlega 300, og þar af sennilega fjórðungur í miðskóladeild. Þetta var fá- mennt samfélag og afskaplega gott og ef til vill nokkuð lok- að, en hér átti ég góð ár og mjög ánægjuleg. Kennarar voru þá, eins og nú, góðir og hug- vitssamir menn, tillitssamir og vingjarnlegir. Við áttum vini í hópi kennara, sem margir voru mannkostamenn. Fremstur var þar Þórarinn Björnsson skólameist- ari, sem var bæði mikill lær- dómsmaður og mannvinur. Mannlif var því gott hér, það var gott að vera ungur í Menntaskólanum á Akureyri á þessum árum. Ég held að flest hafi í raun líkst því sem nú er hér í M.A., ég að minnsta kosti geri mér vonir um það, að þið, sem eruð hér nú, eigið jafngóða daga og ég átti hér á mínum tíma. Bvað fannst þér helst hafa breyst þegar þú komst hér aftur og þá skólameistari? Vissulega hafði margt breyst, en þó var kjarninn sá sami, námið var með svipuðum hætti. Það voru jafnvel margir sömu kennararnir, en frjáls- lyndisöldin, sem stundum er kennd við hippa og blómabylt- ingu, jafnvel Parísarbyltinguna 1968, hafði nú sett nokkurn svip á skólann. í sumu fannst mér þetta frjálslyndi, sem er þó ekki sama og frjálshyggja, ganga út í öfgar, mér þótti taumleysi einkenna nokkuð stór- an hóp nemenda, og sérstaklega fannst mér munur á áfengis- neyslu, hér var hálfgerð drykkjuskaparöld - á minni tíð drukku fáir, og það heyrði til stórtíðinda ef menn sáust drukknir. Við sóttum ekki al- ..Hér var hálf- gerö drykkju- skaparold" menna dansleiki og vínveitinga- staðir og barir voru óþekktir á Akureyri í minni nemandatíð. Þetta hafði þvi breyst mikið, sérstaklega þannig að taumleysi var miklu meira, jafnvel til- litsleysi og kröfugildi, en sem betur fór, finnst mér þetta hafa breyst mjög aftur, og ungt fólk síðustu 10 árin líkist meira þvi unga fólki sem ég kynntist hér milli 1950-60 og það er gott; þó svo að ég þyk- ist vera meðmæltur frelsi og frjálslegri framkomu þá var þetta ekki hluti af raunveru- legu frelsi, sem ég kynntist hér þegar ég kom til baka, heldur var þetta taumleysi og yfirgangur. Þetta kom mér ef til vill mest á óvart þegar ég kom hingað fyrir 14 árum. Muninn 38

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.