Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 38

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 38
þetta væri eina rétta leiðin. Gaman væri að vita hvemig um- horfs var á þinum menntaskóla- árum. Já. M.A. var þá einn af þremur menntaskólum landsins, já eða fjórum. Verslunarskólinn hafði fengið rétt til að braut- skrá stúdenta, og svo voru M.R., langelstur, og Mennta- skólinn á Laugarvatni, lang- yngstur. Þegar ég kom i M.A. var þar fátt nemenda, liðlega 300, og þar af sennilega fjórðungur í miðskóladeild. Þetta var fá- mennt samfélag og afskaplega gott og ef til vill nokkuð lok- að, en hér átti ég góð ár og mjög ánægjuleg. Kennarar voru þá, eins og nú, góðir og hug- vitssamir menn, tillitssamir og vingjarnlegir. Við áttum vini í hópi kennara, sem margir voru mannkostamenn. Fremstur var þar Þórarinn Björnsson skólameist- ari, sem var bæði mikill lær- dómsmaður og mannvinur. Mannlif var því gott hér, það var gott að vera ungur í Menntaskólanum á Akureyri á þessum árum. Ég held að flest hafi í raun líkst því sem nú er hér í M.A., ég að minnsta kosti geri mér vonir um það, að þið, sem eruð hér nú, eigið jafngóða daga og ég átti hér á mínum tíma. Bvað fannst þér helst hafa breyst þegar þú komst hér aftur og þá skólameistari? Vissulega hafði margt breyst, en þó var kjarninn sá sami, námið var með svipuðum hætti. Það voru jafnvel margir sömu kennararnir, en frjáls- lyndisöldin, sem stundum er kennd við hippa og blómabylt- ingu, jafnvel Parísarbyltinguna 1968, hafði nú sett nokkurn svip á skólann. í sumu fannst mér þetta frjálslyndi, sem er þó ekki sama og frjálshyggja, ganga út í öfgar, mér þótti taumleysi einkenna nokkuð stór- an hóp nemenda, og sérstaklega fannst mér munur á áfengis- neyslu, hér var hálfgerð drykkjuskaparöld - á minni tíð drukku fáir, og það heyrði til stórtíðinda ef menn sáust drukknir. Við sóttum ekki al- ..Hér var hálf- gerö drykkju- skaparold" menna dansleiki og vínveitinga- staðir og barir voru óþekktir á Akureyri í minni nemandatíð. Þetta hafði þvi breyst mikið, sérstaklega þannig að taumleysi var miklu meira, jafnvel til- litsleysi og kröfugildi, en sem betur fór, finnst mér þetta hafa breyst mjög aftur, og ungt fólk síðustu 10 árin líkist meira þvi unga fólki sem ég kynntist hér milli 1950-60 og það er gott; þó svo að ég þyk- ist vera meðmæltur frelsi og frjálslegri framkomu þá var þetta ekki hluti af raunveru- legu frelsi, sem ég kynntist hér þegar ég kom til baka, heldur var þetta taumleysi og yfirgangur. Þetta kom mér ef til vill mest á óvart þegar ég kom hingað fyrir 14 árum. Muninn 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.