Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 39

Muninn - 01.05.1986, Blaðsíða 39
Hvað annað finnst þér hafa tek- ið mestum breytingum? Bg vona að enginn skilji það svo, að það sé oflæti þegar ég segist halda að M.A. sé ekki síður góður skóli nú en hann var fyrir 20 árum, og ég held að hér megi hljóta mjög trausta og góða undirsöðumenntun. Nú er hér meira tekið tillit til fjölþættara áhugasviðs, til ólíkra viðhorfa nemenda, en þá var. í minni nemandatíð voru aðeins tvær deildir, stærð- fræði- og máladeild. Máladeild- in einkenndist mjög af latínu- námi, sem var í raun aðalgrein deildarinnar, og stærðfræði- deildin einkenndist mest af teóretískri stærðfræði, að dansk- þýskri fyrirmynd. Nú aftur á móti, er nám fjölþætt- ara. Nemendur eiga miklu fleiri kosti, miklu fleiri kosta völ, og það held ég að sé afskaplsga gott, því að hluti af raunveru- legum þroska fólks er nú fólg- inn í því að kenna að velja og hafna. Því held ég að við séum á réttri leið. Við gefum nem- endum kost á að þroskast, hljóta góða undirstöðumenntun og vaxa af vanda þess að velja og hafna. Auðvitað getum við gert miklu betur en gert hefur verið, og það verður vafalaust gert. Kennaraskólar skipta okk- ur mjög miklu máli, eins og raunar öll menntun í landinu, og við erum að mínum dómi á réttri leið, þótt hægt miði. Erum á réttri leiö þótt hægt miöi" Svo viS vendum kvæði i kross, af hverju réðst þú hingað skólameistari? Ég hafði ætlað mér að gerast háskólakennari og málvísinda- maður og hlaut til þess menntun í Háskóla íslands. Bg hafði ráðist háskólakennari í Bergen, sem er hinn forni höfuðstaður íslands og hafði verið þar 4 ár og ætlaði að vera ef til vill 4 í viðbót. Þá barst mér sú frétt frá Akureyri að Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum myndi láta af embætti vorið 1972 og ýmsir vinir mínir, bæði kennarar hér við skólann og fleiri, skoruðu á mig að sækja um embætti skólameistara þetta vor. Sjálf- an hafði mig ekki dreymt um það, að verða skólameistari M.A., ekki svo að skilja að ég Muninn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.