Muninn - 01.05.1986, Side 50
Nemendur óvirkir neytendur
Formáli.
Ég kann ekki skil á könnunum
á vegum H.Í., né hefi reynslu
af öðrum framhaldsskólum eins
og Sverrir Páll og Velfari (sjá
greinar þeirra um sama efni hér
í blaðinu). Bg hef verið hér í
tæpan vetur og þar áður verið í
10 ár í grunnskóla.
Álit.
M.A. hefur marga kosti og
marga galla. Það er fullt af
mismunandi fólki hérna víðs-
vegar að sem er gaman að kynn-
ast og fjöbreytt félagslíf. Það
eru margar skemmtilegar hefðir
við lýði, s.s. busavigsla (að
vísu umdeilt.), skálaferðir,
listadagar o.fl... já og svo er
gamli skólinn mjög glæsilegur
að utan.
Á hinn bóginn kvarta ég yfir
eftirfarandi:
- Sairband milli nemenda og
kennara er yfirleitt mjög
ópersónulegt.
Oftast leggja nemendur
sáralítið af mörkum, eru óvirk-
ir neytendur (líkt og ég hef
kynnst í grunnskólanum).
- Mér virðist ekki rikja
mikill áhugi, sköpun eða gleði
i skólastarfinu. Það er eins og
nemendur og kennarar liði af
skólaþreytu upp til hópa.
Sumir kennarar tala óhóflega
i timum, án þátttökumöguleika
óbreyttra nemenda. Hugurinn fer
oft út fyrir efnið, meðan á
einræðu kennara stendur.
Skólinn hér eins og annars
staðar vannýtir mjög þá mögu-
leika sem mannleg samskipti
bjóða upp á við nám. Stór hluti
kennslunnar fer fram sem upp-
lýsingaeinstefna frá kennara
til nemenda, -likt og i sjón-
varpi eða bió.
Það þarf að leggja áherslu á
samskipti nemenda frá byrjun i
grunnskóla, kenna þeim sjálf-
stæð vinnubrögð og að vinna i
hóp. Það á ekki að taka frum-
kvæðið frá þeim, heldur að
hjálpa þeim að þróa eigið gild-
ismat og breyta í samræmi við
það. Menntun ætti að geta verið
óblandin ánægja yfir að fá að
nota kollinn og líkamann og að
skapa sinn eigin veruleika.
Danskur brandari:
"Hvad lærte du da du var
lillie?"
"Ikke ret meget, skolen tog
det meste af min tid"
Sigurður Plagnason
Muninn 50