Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 5
Prestafélag3ritiö.
SKYGGIÐ EKKI Á!
Eftir Kjavtan prófast íielgason.
Synodus-ræða 1923. — (Lúk. 19, 1.—10. Sakkeus).
í þessum guðspjalls-kafla, sem eg las upp, er okkur sögð
saga af manni, sem komst í kynni við Jesú Krist, hafði tal
af honum litla stund meðan Jesús stóð við heima hjá honum.
En sú stutta viðkynning var nóg til þess, að maðurinn ger-
breyttist. Sakkeus hafði verið auðmaður — og sjálfsagt haft
miklar mætur á fjármunum sínum, eins og gengur. En eig-
urnar hans voru undra-fljótar að falla í verði. Undir eins og
Sakkeus er búinn að sjá Jesú og tala við hann, þá varð alt
þetta, sem hann hafði haft mestar mætur á, verðlaust í aug-
um hans, eða í raun og veru minna en einskis virði. Honum
fanst auðæfin vera orðin sér til byrði. Og hann tók það í
sig þegar í stað, að losa sig við þá byrði sem fyrst. Annan
helminginn hugsaði hann sér að gefa þurfandi mönnum, en
verja hinum helmingnum til þess að bæta það, sem hann
hafði áður gert rangt.
Við vitum ekki hvort Jesús hefir beinlínis ráðlagt honum
þetta. Okkur er ekkert sagt um það, hvað þeim fór á milli,
um hvað Jesús talaði við hann meðan hann stóð við hjá
honum. En auðséð er, að Jesú hefir fallið vel í geð þessi
breyting, sem varð á lífsstefnu Sakkeusar, því að hann segir,
að þessi dagur hafi orðið honum og öllu heimili hans heilla-
dagur. Og þegar Jesús síðar þarf að afsaka sig fyrir að hafa
heimsótt tollheimtumanninn og segist vera kominn til að leita
að hinu týnda og frelsa það, þá gefur hann þar með í skyn,
að hann hafi talið Sakkeus týndan mann áður, fjötraðan og
ófrjálsan; en nú fyrst sé hann frjáls, laus við byrðina, sem
gerði hann að ánauðugum þræli; nú sé hann endurleystur
maður.
1