Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 6

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Síða 6
2 Kjartan Helgason: PreslafélagsritiO. Þetta, sem hér er sagt frá, er saga sem altaf er að gerast. Það verður enginn samur maður eftir að hafa komist í náin kynni við Jesú Krist. Hver sem heyrir orð hans og gefur þeim gaum og skilur þau; hver sem sér í anda líf Jesú eins og það var, hann getur varla annað en fengið ást á honum. Og þá verða áhrifin frá honum svo sterk, að líf þess manns hlýtur að ummyndast. 011 verðmæti lífsins umhverfast. Það sem áður þótti mest vert, verður ef til vill einskisvirði, og aftur annað, sem lítill gaumur var gefinn áður, fær óendan- legt gildi. Alt verður nýtt. Ef mannssálin á annað borð stend- ur opin fyrir áhrifum frá Jesú, þá tekur hún stakkaskiftum; það illa leggur á flótta fyrir því helgandi afli, sem út frá honum gengur. Ahrifin frá honum læsa sig inn í líf hvers þess manns, sem situr við fætur honum, námfús og hugfanginn. Góðleikurinn streymir inn í sál hans og fyllir hana »svimandi sælu«. Eg vona, að þetta hafi margir reynt sjálfir, sem hér eru nú staddir. Því að það sterka afl, sem Jesús hafði á holds- vistardögum sínum til þess að umskapa menn, það hefir hann enn í dag. Vel hefir Páll postuli lýst því, þar sem hann segir (2. Kor. 3, 18.): »Vér allir, sem með óhjúpuðu andlifi sjáum endurskinið af dýrð drottins, vér ummyndumst til hinnar sömu myndar«. Þessi postuli Krists, sem þetta segir, hafði þó ekki kynst Jesú né talað við hann meðan hann var líkamlega ná- lægur; svo að [hann á að því leyti skyldara við okkur, sem nú lifum, heldur en við þá menn, sem umgengust Jesú líkam- lega. Og hann segir, að vegurinn til þess að verða nýr maður og líkjast Jesú Kristi meir og meir, sé þessi: að horfa á mynd hans með óhjúpuðu andliti. Sagan af Sakkeusi minnir á þetta orðatiltæki Páls. Páll virðist leggja áherzlu á þetta, að við þurfum að sjá Jesú með óhjúpuðu andliti —, án þess að nokkur skýla sé þar dregin fyrir. Og Sakkeus var áfjáður í það, að sjá Jesú sjálfan, að komast svo nærri honum, að hann gæti bæði séð hann og heyrt. Hann gerði sig ekki ánægðan með, að snúa sér til einhvers af þeim, sem stóðu í kringum Jesú, og spyrja þá um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.