Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 12
1
8 Kjartan Helgason: Prestaféiagsritis.
menn hennar hefur oft vantað hugrekki og bjartsýni til þess
að geta fylgt hugsjónum meistara síns; aðalatriðunum, sem
hann lagði sjálfur mesta áherzlu á, hefur verið of slælega
haldið fram eða jafnvel um þau þagað, en hins vegar lögð of
mikil áherzla á annað, aukaatriði og ýmsar setningar, sem
kirkjan hefur aðhylst og haldið á lofti, þó að engin líkindi
séu til að Kristur hafi nokkurn tíma kent neitt í þá átt.
Við, sem höfum tekist það verk á hendur að boða kristin-
dóminn og viljum vera vottar ]esú Krists, við verðum að
gæta okkar, þegar svo ber undir, að vitnisburði okkar er illa
tekið, eða þegar menn vilja ekki sinna þeim boðskap, sem
við höfum að flytja, og ekki á hann hlusta. Þá þurfum við
að vera nærgætnir og ekki of fljótir á okkur að fella þann
dóm, að fólkið sé frásnúið kristindóminum. Eg held að við
ættum þá hver og einn að leggja þá spurningu fyrir okkur í
fylstu alvöru: Er það þá boðskapur ]esú Krists, sem ég er
að flytja? Er það ekki ég, sem er að villast? Er ég ekki að
bjóða fólkinu steina fyrir brauð, guðfræði í staðinn fyrir
kristindóm, trúfræði kirkjunnar í staðinn fyrir fagnaðarboðskap
frelsarans? Er ég ekki að skyggja á Krist, annaðhvort með
kenningu minni eða líferni?
Hvernig sem við svörum þessum spurningum, þá veit ég,
að við finnum allir, að enn erum við of fjarri honum, sem
við helzt viljum líkjast, Drotni ]esú Kristi. Altaf þarf sjón
okkar að vera að skýrast, svo að við sjáum betur og betur
inn í hug hans og hjarta og skiljum, hver var meginþátturinn
í lífi hans og grundvallarhugsunin í kenningu hans.
Raddirnar eru margar, sem hrópa til okkar og vilja hver
á sinn hátt útskýra fyrir okkur orð hans og verk. Guð gefi,
að þær verði aldrei svo háværar og frekar, að við heyrum
ekki fyrir þeim rödd hans sjálfs. Guð forði okkur frá að láta
nokkurn tíma hinar margvíslegu kenningar um ]esú skyggja
á hann sjálfan, en hjálpi okkur til að sjá hann alltaf í gegn-
um allar umbúðirnar, sem hann og kenning hans hefur verið
vafin í af guðfræðingum og vísindamönnum á ýmsum öldum.
Ut af þeim umbúðum er alltaf verið að deila. Um þær geta