Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 12

Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 12
1 8 Kjartan Helgason: Prestaféiagsritis. menn hennar hefur oft vantað hugrekki og bjartsýni til þess að geta fylgt hugsjónum meistara síns; aðalatriðunum, sem hann lagði sjálfur mesta áherzlu á, hefur verið of slælega haldið fram eða jafnvel um þau þagað, en hins vegar lögð of mikil áherzla á annað, aukaatriði og ýmsar setningar, sem kirkjan hefur aðhylst og haldið á lofti, þó að engin líkindi séu til að Kristur hafi nokkurn tíma kent neitt í þá átt. Við, sem höfum tekist það verk á hendur að boða kristin- dóminn og viljum vera vottar ]esú Krists, við verðum að gæta okkar, þegar svo ber undir, að vitnisburði okkar er illa tekið, eða þegar menn vilja ekki sinna þeim boðskap, sem við höfum að flytja, og ekki á hann hlusta. Þá þurfum við að vera nærgætnir og ekki of fljótir á okkur að fella þann dóm, að fólkið sé frásnúið kristindóminum. Eg held að við ættum þá hver og einn að leggja þá spurningu fyrir okkur í fylstu alvöru: Er það þá boðskapur ]esú Krists, sem ég er að flytja? Er það ekki ég, sem er að villast? Er ég ekki að bjóða fólkinu steina fyrir brauð, guðfræði í staðinn fyrir kristindóm, trúfræði kirkjunnar í staðinn fyrir fagnaðarboðskap frelsarans? Er ég ekki að skyggja á Krist, annaðhvort með kenningu minni eða líferni? Hvernig sem við svörum þessum spurningum, þá veit ég, að við finnum allir, að enn erum við of fjarri honum, sem við helzt viljum líkjast, Drotni ]esú Kristi. Altaf þarf sjón okkar að vera að skýrast, svo að við sjáum betur og betur inn í hug hans og hjarta og skiljum, hver var meginþátturinn í lífi hans og grundvallarhugsunin í kenningu hans. Raddirnar eru margar, sem hrópa til okkar og vilja hver á sinn hátt útskýra fyrir okkur orð hans og verk. Guð gefi, að þær verði aldrei svo háværar og frekar, að við heyrum ekki fyrir þeim rödd hans sjálfs. Guð forði okkur frá að láta nokkurn tíma hinar margvíslegu kenningar um ]esú skyggja á hann sjálfan, en hjálpi okkur til að sjá hann alltaf í gegn- um allar umbúðirnar, sem hann og kenning hans hefur verið vafin í af guðfræðingum og vísindamönnum á ýmsum öldum. Ut af þeim umbúðum er alltaf verið að deila. Um þær geta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.