Prestafélagsritið - 01.01.1924, Page 14
10
Kjartan Helgason:
Prestafélagsritið.
leika gerð af vorri hendi. Láttu oss altaf minnast þess, að
takmarkið er eitt, þó að leiðirnar og aðferðirnar séu marg-
víslegar. Sameina þú þá, sem vilja vera þjónar þínir. Samein-
aðu oss alla hvað sem öllum skoðunum líður. Sameinaðu oss
í ást og trausti til þín og föður vors á himnum, svo að vér
getum ekki annað en verið bræður, og unnið saman og elskað
hver annan. — En gef þú oss um fram alt náð til þess, að
vera æfinlega þér sameinaðir í vilja vg verki. Og samfélag
vort við þig, og samband vort hvers við annan, viljum vér nú
styrkja með því, að neyta sameiginlega heilagrar kærleiks-
máltíðar þinnar, og minnast þín á þeirri stund er þú fórnaðir
þínu jarðneska lífi fyrir ríki þitt. Láttu oss sjá þig í anda á
þeirri alvarlegu stund, sjá þína heitu bróðurást til vor allra.
Og láttu þá sjón nú og æfinlega hafa óafmáanleg áhrif á alt
líf vort. — Heilagi Guðs sonur og bróðir vor; vér horfum
til þín, mænum fil þín eftir hjálp. »011 er hjálp af þér«. 011
vor von er til þín. Vertu oss nú nær staddur og leið þú oss
síðan þér við hönd um allar leiðir, sem vér eigum ófarnar
hér á jörð, og leið oss að lokum í himneska dýrð Guðs föður.