Prestafélagsritið - 01.01.1924, Side 15
Prestafélagsritið.
BJORN JÓNSSON
PRÓFASTUR í MIKLABÆ.
Nokkur minningarorð.
Eftir Geir vígslubiskup Sæmundsson.
Björn ]ónsson var fæddur 15. júlí 1858 á Broddanesi í
Strandasýslu. Voru foreldrar hans óðalsbóndi ]ón Magnússon
og Guðbjörg Björnsdóttir, sem bjuggu þar rausnarbúi. Var
Guðbjörg húsfreyja gáfukona mikil og skörungur.
Systkinin voru 6, sem til fullorðinsára komust, og var Ðjörn
yngstur þriggja bræðra, en 2 systur yngri.
Hann gekk í latínuskólann haustið 1878, og útskrifaðist
þaðan 1884 með 1. einkunn. Sama haustið gekk hann ápresta-
skólann og varð kandídat í guðfræði 1886 með 1. einkunn hárri.
12. septbr. s. á. vígðist hann til Bergstaða í Húnavatns-
sýslu og var þar prestur í tæp 3 ár og náði þar strax hylli
safnaðarins, sérstaklega æskulýðsins.
Vorið 1889 fékk hann veitingu fyrir Miklabæjarprestakalli
í Skagafirði, og var þar þjónandi prestur í 32 ár. Hann misti
sjónina vorið 1919, og tók sér þá aðstoðarprest, sr. Lár-
us Arnórsson, núverandi sóknarprest að Miklabæ. Prófastur
var sr. Björn skipaður 1913. Vegna sjónleysisins varð hann
að láta af prestsskap vorið 1921, og fluttist ári síðar að Sól-
heimum og dvaldi þar til dauðadags, 3. febr. s. 1.
í ágústmánuði 1884 gekk hann að eiga unnustu sína, Guð-
finnu ]ensdóttur, sem fædd er og uppalin á Kroppsstöðum í
Onundarfirði. Foreldrar hennar voru ]ens ]ónsson og Sigríður
]ónatansdóttir, merk hjón og mikils metin í sveit sinni, og var
Sigríður af hinni alkunnu Thorbergs ætt, náskyld Bergi Thor-
berg landshöfðingja. Eignuðust þau sr. Björn 11 börn í hjóna-
bandi sínu, og eru þau öll á lífi.